Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 212
210
BLIK
Að þessari sýningu stóð Kvenfé-
lagið Líkn en ekki Leikfélag Vest-
mannaeyja.
Leikendur og persónur voru sem
hér segir:
Hr. Breitenback: Georg Gíslason,
kaupmaður
Frú Breitenback: Kristín Þórðar-
dóttir, frú
Börn þeirra: Olafur Gránz og As-
dís Jesdóttir
Colletta Corain, dansmær: Magn-
ea Sjöberg, frú
Hugo Hect: Guðmundur Jónsson,
skósmiður
Rósa þjónustustúlka: Sigríður
Olafsdóttir, Arnardrangi
Hnefaleikarinn Breitenback:
Marinó Jónsson, símritari
Tobias Wipperling: Loftur Guð-
mundsson, rithöfundur
Frú Wipperling: Nikólína Jóns-
dóttir, frú
Leikstjóri var Þórhallur Gunn-
laugsson, símstöðvarstjóri.
Leikurinn fékk yfirleitt góða
dóma.
Arið 1938, um mánaðarmótin
apríl og maí, sýndi Félag ungra
sjálfstæðismanna leikritið „Frænka
Charleys" eftir Brandon Thomas.
Leikið var í Samkomuhúsinu. Að-
sókn var ágæt og undirtektir sér-
lega góðar.
Leikendur voru þessir:
Stefán Arnason, yfirlögreglu-
þjónn, Oskar Kárason, múrarameist-
ari, Nanna Káradóttir, Prestshúsum,
Sigurbjörn Kárason, Prestshúsum,
Jóhanna Bjarnasen frá Dagsbrún,
Ólöf Matthíasdóttir frá Litlhólum,
Sesselja Einarsdóttir frá London,
Guðmundur Ólafsson, lyfjasveinn,
Páll S. Scheving, Hjalla og Jónas
Asgeirsson frá Stokkseyri.
Leikur þessi fékk góða dóma, fólk
skemmti sér konunglega og var þá
markinu náð.
Árið 1938 var leikið í Alþýðu-
húsinu leikrit, sem nefnist „Eruð
þér frímúrari?" Höfundar eru Arn-
old og Back. Leikflokkur sá, er sýndi
leikritið, bar ekkert sérstakt nafn,
að ég hygg. Hann mun sennilega
hafa verið eitthvað tengdur Alþýðu-
húsinu.
Leikendur voru þeir, sem hér eru
á myndinni og svo Valdimar Ást-
geirsson frá Litlabæ.
Sýningar á leikritinu voru þrjár
og aðsókn góð. Sumir leikendurnir
þóttu fara vel með hlutverk sín,
enda þótt meiri hluti leikfólksins
væri óvaningar á leiksviði.
Þann 1. des. 1938 var skemmtun
haldin í Samkomuhúsi Vestmanna-
eyja á vegum Kvenfélagsins Líknar í
tilefni dagsins. Þar voru ræður flutt-
ar og Vestmannakór söng undir
stjórn Brynjúlfs Sigfússonar. Vakti
söngurinn sérstaka ánægju tilheyr-
enda. Eftir ræður og söng var fluttur
leikþáttur, eða stutt leikrit, sem
nefndist „Sá hlær bezt, sem síðast
hlær".
Leikendur voru:
Hans: Jón Árnason Sigfússonar
Trína: Magnea Sjöberg, Hóli