Blik - 01.05.1967, Qupperneq 215
BLIK
213
Aðalþungi leiksins hvílir á þeim
Pétri Mörland, sem þarna var raun-
ar ekki í essinu sínu, og svo Dolly
og séra Amen. Frú Magnea skilar
sínu hlutverki með mestu prýði,
yndisþokki og fjör hennar er með
ágætum og er leikur hennar lang-
snjallastur, þeirra er með kvenhlut-
verkin fara. Er ánægja að horfa á,
hvernig hún leikur á fimmtardóm-
arann, Georg, eins og hvert annað
hljóðfæri, heldur honum eldheitum
án þess að volgna hið minnsta sjálf,
leikur sér að eldinum án þess að
sviðna. Georg er ætíð gaman að sjá
á leiksviði. Hann er mjög sniðugur
í hlutverki fimmtardómarans. Hann
leikur óneitanlega, en það er meira
en hægt er að segja um einstaka leik-
endur í þetta skiptið. Meðbiðil
fimmtardómarans leikur Jón Arna-
son. Hann er hressilegur, afbrýði-
samur vel og vestur-íslenzkan
skemmtileg í málfari hans, en greini-
legar hefði hann mátt tala. Stefán
Arnason er ágætur í séra Amen,
verðugur meðleikari Dolly og mest-
ur er leikurinn, er þau eru á sviðinu
í einu. Er sem maður sjái hundrað
ára gamlar kreddur og hégiljur,
margmagnaðan ótta við almennings-
bf og álit, sótsvarta íhaldssemi og
þráa þvermóðsku sameinast í fasi,
fatnaði og rödd þessa gamla og sér-
vitra guðsorðagutlara. Það er eng-
tnn hempuvindur í orðum og ræð-
um Séra Amen, enginn flysjungs-
háttur, heldur er hér á sviðinu heil-
steyptur kreddufastur siða-umvand-
ari, kúgari og kúskari. Margur kipp-
ist við, er Séra Amen hellir sér yfir
brúðina, Þórunni, (Rakel Arnad.).
Stúlkan sú má ekki vera svona dauf,
þótt hún sé í vandræðum. Þá var og
allt of mikill utanbókar lærdóms-
bragur á tali þeirra Þórunnar, Frú
Mörland og Solveigar. Um Pétur
Mörland verður þetta ekki sagt,
hann kunni ekki rullu sína nægilega
vel, og talaði ógreinilega.
Friðmundur fer vel með hlutverk
sitt. Hér er eins og allir vita leikari
á ferðinni. Ræfildómurinn og mann-
tetrið í honum kemur vel fram hjá
Valdimar.
Anna stofustúlka kemur manni í
bezta skap, hún er svo létt og fjör-
ug, elskuleg og tápmikil, albúin að
berjast, meira að segja við sjálfan
prestinn. Allt þetta gerir Stella á-
gætlega. Þar er eflaust gott leikara-
efni á ferðinni. Kristín Þórðardóttir
naut sín alls ekki í Frú Mörland,
hvað svo sem því hefir valdið. Hún
hefir oftast sýnt frábæran leik, en
þarna tókst henni miður vel upp.
Sama er að segja um Margréti John-
sen. Hún naut sín alls ekki í þessu
hlutverki, sem verndarengill og ráð-
gjafi Dollyar.
Loftur Guðmundsson lék Baldur.
Leikur hans var yfirdrifinn um of,
langt um of. Annars getur Loftur
leikið, en þarna fór listin fyrir ofan
garð og neðan hjá honum. Þarna
var og sendiboði, en maður veit ekki
til hvers hann var þarna. Pikkolóinn
hefði átt að geta annast blómstur-
flutningana einn, þótt slakur væri.
Leikurinn gekk seint, Mikið bar