Blik - 01.05.1967, Síða 217
BLIK
215
leikhúsgestir hafa pípt á leikinn eða
leikendurna eins og þarna átti sér
Stað. Þannig létu leikhúsgestir and-
úð sína í ljós.
Leikendur voru þessir:
Loftur Guðmundsson, höfundur
revýunnar
Frú Jóhanna Linnet
Frú Magnea Sjöberg
Stefán Arnason
Sigurður S. Scheving
Það skal tekið fram, að L. V. stóð
ekki að leiksýningu þessari, sem bet-
ur fór.
Brimhljód leikrit í 4 þáttum eftir
Loft Guðmundsson
Arið 1941, þann 5. maí, var frum-
sýnt leikritið Brimhljóð eftir Loft
Guðmundsson í Samkomuhúsi Eyj-
anna. Leikritið þótti takast vel og var
sýnt 4 sinnum við góða aðsókn. Ég
held, að Samkomuhúsið sjálft hafi
komið upp leikritinu en ekki L. V.
Persónur og leikendur voru:
Bergljót: Magnea Sjöberg, Hóli
Halla: Sigríður Þorgilsdóttir,
Steinholti
Bryngeir: Guðjón Hjörleifsson,
múrari
Sighvatur: Marinó Jónsson, Ása-
vegi 5
Högni: Valdimar Ástgeirsson,
Bræðraborg
Sjómaður óþekktur: Sigurður S.
Scheving
Hvíslari var Björn Sigurðsson og
gervisgerð annaðist Olafur Gránz,
sem einnig bjó út leiksviðið.
Auk þess voru nokkrir aðstoðar-
menn við leiksvið o. fl. og fóru þeir
með smávægileg hlutverk.
1 hlutverkunum voru sviðsvanir
leikarar nema Guðjón Hjörleifsson.
Var mesta furða, hve góðum tökum
hann náði á hlutverki Bryngeirs,
þar eð hann var algjör nýliði á leik-
sviði. Sumt var þó að vonum, sem
betur hefði mátt fara, en um það
verður ekki rætt hér, þar eð ég er
ekki dómbær sem gagnrýnandi á
leiklist. Af dómum alls almennings
verður ekki annað sagt en upp-
færsla leikrits þessa hafi farið vel,
enda þótt sumir hefðu ýmislegt út á
leikritið að setja. Það er svo allt ann-
að mál, sem ekki verður rætt hér.
(Með hliðsjón af Eyjabl. 1941):
Um meðferð annarra leikenda er
það helzt að segja, að Magnea Sjö-
berg lék erfiðasta hlutverkið og
sýndi oft góðan skilning á því og
leikhæfni. Henni tekst jafnan vel á
leiksviði, en segja mætti mér, að
þetta hafi verið hennar erfiðasta
hlutverk, sem hún þó leysti með
prýði. Fyrsti þátturinn gerðist á þjóð-
hátíð, en það merkilega er, að fátt
eitt kemur þar fram, sem minnir á
hátíðina, og helzt ekkert nema leik-
tjaldið, sem Engilbert Gíslason mál-
aði af sinni alkunnu snilld. Höfund-
ur leikritsins, L. G., nefnir hátíð
þessa sumarhátíð, sem er algjört ný-