Blik - 01.05.1967, Qupperneq 219
BLIK
217
hingað hafði oft áður verið rædd,
fá hann til að leika hér og leiðbeina
félagsmönnum, en aldrei hafði þó
getað orðið af því vegna mikilla
anna Haraldar, einmitt á þeim tím-
um, sem Eyjamönnum hentar bezt
leikstarfsemi. Hann var þá ávallt
upptekinn við leikstörf o. fl., enda
einn af helztu gamanleikurum
Reykjavíkur um árabil.
Georg Gíslason, formaður L. V.
1942 og áður, hafði nú gert sitt ýtr-
asta til að reyna að lyfta starfi fé-
lagsins skör hærra og beita sér af
alefli fyrir komu Haraldar. Þetta
heppnaðist og kom hann í október-
mánuði 1942.
Árin fyrir 1942 hafði leikstarf-
semi að mestu legið niðri hjá L. V.
og deyfð ríkt yfir öllum framkvæmd-
um ýmissa orsaka vegna. Fundir
voru sjaldan haldnir í félaginu, og
þótt talað væri um að koma upp
leikriti, varð lítið úr framkvæmd-
um.
Nú hafði þeim Haraldi og Georg
talast svo til að koma hér upp
skemmtileiknum Þorláki þreytta og
skyldi Haraldur sem sagt leika aðal-
hlutverkið. Georg átti að útvega fólk
í eða utan L. V. og skyldi það vera
tilbúið og búið að kynna sér að ein-
hverju leyti hlutverkin, er Haraldur
kæmi til Eyja. Þetta tókst vel og nú
var hann kominn, hann Haraldur Á.
Sigurðsson, sem allir leikunnendur
höfðu dáð um árabil.
Eg man vel eftir, þegar Georg
kom til mín og bað mig að taka að
mér eitt hlutverkið í leiknum, Jósef
Hríseying héraðsskólakennara. Ég
las hlutverkið mikið til, en sagði
svo við Georg, að þetta gæti ég
aldrei leikið. Ég var líka dauðhrædd-
ur við Harald Á., þennan mikla
leikara höfuðstaðarins. En Georg
sagði aðeins: Haraldur er alveg eins
og aðrir menn, kannske dálítið feit-
ari en almennt gerist, en bezti mað-
ur. Að leika Jobba, það kemur allt
með æfingunni, og Haraldur segir
þér nákvæmlega, hvernig þú átt að
gera.” Nú, þetta reið baggamuninn.
Ég lofaði að vera með, og sá ekkert
eftir því. Haraldur var alveg eins og
Georg hafði sagt mér.
Leikæfingar voru fyrst í Herjólfs-
bæ, húsi Oddfellowa, og svo í Sam-
komuhúsinu, og allt gekk vel. Har-
aldur tróð þarna í okkur orðum og
gjörðum, framsögn og hreyfingum
hinna ýmsu atriða. Þetta var mikill
munur eða áður, þegar maður varð
mest að hjálpa sér sjálfur.
I hlutverk leikritsins völdust:
Þorlákur þreytti: Haraldur Á. Sig-
urðsson, Reykjavík
Ágústa Dormar, kona hans: Nikó-
lína Jónsdóttir
Adda dóttir þeirra: Lilja Guð-
mundsdóttir, Heiðardal
Vigfús vinur Þorláks: Georg
Gíslason
Jón Fúss, sonur Vigfúsar og tón-
skáld: Sigurður Scheving
Felix frændi Þorláks: Valdimar
Ástgeirsson
Jóna þjónustustúlka hjá Dormar:
Jónheiður Scheving