Blik - 01.05.1967, Síða 221
BLIK
219
eftir fyrstu æfingu, sem ég hafði með
fólkinu, hvarf allur ótti minn. Eg
fann strax, að þeir leikarar, sem hlut
áttu að máli, voru fullir áhuga og
engir erfiðleikar uxu þeim í augum.
Að vísu voru þeir störfum hlaðnir
alla virka daga, en sunnudagana
sögðust þeir þó flestir eiga sjálfir,
kvöldin og svo næturnar. Þeim
fannst ekkert athugavert, þó að þeir
yrðu að leggja á sig vökur og vinnu
þann tíma, sem ég yrði hér. Slíkur á-
hugi er vissulega virðingarverður og
laun hans vona ég að verði góður
árangur.
Flestir þeirra, er með hlutverkin í
Þorláki fara, eru bæjarbúum vel
kunnir frá fyrri leikstörfum, en þó
eru fáeinir nýliðar. — Ollu þessu
fólki er ég ákaflega þakklátur fyrir
hlýjar móttökur og mjög ánægju-
legt samstarf. Sérstaldega vil ég
þakka Georg Gíslasyni auðsýnda
vináttu og allt það mikla erfiði, sem
hann hefir á sig lagt vegna komu
minnar hingað.
Eins og ég sagði, hafa æfingar
gengið vel og fólkið verið alveg sér-
staklega viljugt að mæta jafnvel um
miðjan dag, þegar það hefir haft
einhvern tíma afgangs frá skyldu-
störfum sínum.
Ekki þarf ég að vera hræddur um
samleikara mína. Þeir eru ágætir,
hafa ódrepandi áhuga og gæddir
miklum hæfileikum, sem náð gætu
fullkomnun með nauðsynlegri þjálf-
un.”
I vikubl. Víði stóð 31. október
m. a.: „Það er sannarlega vel farið,
að Leikfélagið hefir nú á boðstólum
skemmtilegan leik og hefir sýnt
þann áhuga og röggsemi að fá í að-
alhlutverkið í Þorláki Þreytta einn
hinn allra vinsælasta og skemmtileg-
asta leikara, sem völ er á. Félagið
á skilið þakkir fyrir þann skerf, er
það nú ætlar að leggja til menning-
arstarfsemi og skemmtanalífs bæjar-
búa.”
Þorlákur þreytti, leikrit í þrem þátt-
um. Sýning L. V. 3. nóv. 1942
I vikubl. Víði segir m. a. 5. nóv.
1942:
„Leikritið Þorlákur þreytti var
frumsýnt í Samkomuhúsinu í fyrra-
dag við húsfylli. Leiknum var prýði-
lega tekið. Þessarar sýningar hafði
verið beðið með mikilli eftirvænt-
ingu, í fyrsta lagi til þess að sjá Har-
ald A. Sigurðsson í aðalhlutverkinu,
þar eð vitað var, að han mundi gera
því góð skil. I öðru lagi hafði leik-
ritið hlotið miklar vinsældir í
Reykjavík. I þriðja lagi var liðinn
ærinn tími ,síðan Leikfélag Vest-
mannaeyja hafði lofað mönnum að
heyra til sín og njóta góðrar skemmt-
unar á leiksviðinu.
Leikritið Þorlákur þreytti er skop-
leikur, en þó ekki fjær veruleikanum
en svo, að auðvelt er að njóta þess
til fulls án þess að hið létta gaman
beri eðlilegt lífssjónarmið ofurliði.
Þess vegna hlýtur svona sjónleikur
að búa yfir miklum sigurmöguleik-
um, ef honum eru gerð góð skil.
Segja má með sanni, að sýningin