Blik - 01.05.1967, Side 222
220
BLIK
tækist mjög vel. AS sjálfsögðu bar
Haraldur A. Sigurðsson uppi leik-
inn, en yfirleitt tókst öllum leikur-
unum vel og leikhúsgestir fögnuðu
og skemmtu sér konunglega. Þessi
sýning varð L. V. til mikils sóma”.
Strax eftir að sýningu á Þorláki
þreytta var lokið, hófust aðrar fram-
kvæmdir L. V. með dáð og dug. I
stjórn L. V. höfðu þessir verið kosn-
ir: Sigurður S. Scheving formaður,
Árni Árnason ritari og Nikólína
Jónsdóttir gjaldkeri. Endurskoðend-
ur: Kristín Þórðardóttir, Borg og
Margrét Johnsen, Ardal. A aðalfund-
inum var skorað á hina nýkjörnu
stjórn að sýna nú djörfung og dáð
í verki og hefja starfið sem allra
fyrst. Stjórnin hét því að bregðast
ekki því trausti, sem félagsfólk bar
til hennar og gera sitt ýtrasta.
Lei k listarvið buro ur
Það verður að teljast allmergur leik-
listarviðburður, þegar Lárus Pálsson
leikari kom til Eyja og las upp úr
Gullna hliðinu eftir Davíð Stefáns-
son 16. september 1942. Hvert sæti
í húsinu var skipað og upplesaran-
um eða réttara sagt leikaranum, tek-
ið með kostum og kynjum af á-
heyrendum, sem hylltu hann ákaf-
lega.
Fyrst las Lárus upp forleik, prolo-
gus, silldarvel, gamalt efni, sem lýsir
vel hinni gömlu hjátrú og er uppi-
staða gömlu þjóðsögunnar um sál-
ina hans Jóns míns. Þessi gamla
þjóðsaga í Gullna hliðinu varð í
upplestrarmeðferð Lárusar að al-
vöruþrunginni baráttu um líf og
dauða og velferð sálarinnar, er lýkur
með lofgjörð og þökk, þar sem tak-
markinu er náð, innan við hið gullna
hlið. Frá hendi höfundarins verður
Gullna hliðið ávallt talið til merkra
bókmennta. En það er um Ijóma
þess líkt og með tóna fiðlunnar, sem
í höndum fákunnanda er tæki til
þess að framleiða ískrandi gaul, væl
og náhljóma, en í höndum meistar-
ans framleiðir það undurhreina og
fagra guðlega tóna.
Það er áreiðanlega aðeins á færi
fullkomnustu leikara að fara með
og leika hlutverk meira en 20 ó-
skildra persóna í rúmar 2 klukku-
stundir án þess að skeika um hárs-
breidd í meistaralegri meðferð. Það
þarf mannvit og þekkingu þar til,
sálnæmi og öryggi fágæddrar náðar-
gáfu.
Lárus Pálsson mun heldur ekki
hafa brugðizt vonum nokkurs
manns, er á hann hlýddi, heldur
gengið skör framar en allir hugðu
hinum bezta listamanni fært.
Þetta ár, þ. e. 1942, var mjög lítið
um leikstarfsemi í bænum. Þó tókst
Kvenfélaginu Líkn með aðstoð
manna og kvenna úr L. V. að koma
upp leikritinu „Hnefaleikarinn" eftir
Arnold og Back, sem sýnt var í des-
ember 1942. Aðalleikararnir voru
Georg Gíslason, Marinó Jónsson,
símritari, Magnea Sjöberg o. m. fl.
Leikritið hafði einnig verið leikið
árið áður á vegum Kvenfélagsins
með sömu leikendum, og var góð að-