Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 223
BLIK
221
sókn að sýningunum þá. Minnir mig
þær hafi verið þrjár.
Leikárið 1942/43 var sýnt hér
leikrit eftir Pál J. Árdal, er nefndist
„Á glapstigum". Allt bendir til þess,
að það hafi verið leikið á vegum
Kvenfélagsins. Ég hef ekki fundið
þess getið hjá L. V., en þó gæti það
verið, að það hefði verið sýnt á
skemmtunum einhverra félagasam-
taka.
Síðía í nóvember 1942 var fundur
haldinn í L. V. í húsi Akógesfélags-
ins. Þar voru margir mættir og með-
al þeirra Haraldur Á. Sigurðsson,
sem gestur, fyrrverandi formaður
Georg Gíslason o. m. fl. Var rætt
um leikstarfsemi yfirleitt. Skoraði
Haraldur Á. Sigurðsson á L. V. að
taka gott leikrit til meðferðar og til-
nefndi leikritið Mann og konu. Þetta
var mikið rætt á fundinum og af
miklum áhuga. Sigurður Scheving
tók að sér að koma leikritinu upp
og var á þessum fundi kjörinn for-
maður L. V. næsta leikár.
Leiklist og me-nning
I sambandi við endurreisn L. V. árið
1942 mætti minnast á grein, sem
Einar Sigurðsson, þáverandi ritstjóri
Víðis, skrifaði 18. júlí 1942 eða áð-
ur en Þorlákur þreytti hafði verið
sýndur hér á vegum L. V. og Har-
alds Á. Siguðssonar. Einar talar þar
um leiklistina yfirleitt og þá sér-
staklega í Reykjavík, þar sem hún
standi með miklum blóma, þótt ekk-
erc viðunandi leiklistarhús sé þar til.
Þjóðleikhúsið þá ekki fuílbúið og
Iðnó verði að nota sem aðalleikhús.
Segir hann og, að leiksýningar séu
þar svo vinsælar, að sýnt sé kvöld
eftir kvöld og mánuð eftir mánuð
við einróma lof og hylli. Þetta sanni,
að þjóðin kunni að meta leiklist og
taki hana framyfir aðrar skemmtanir.
En svo spyr hann: „Hverjar eru á-
stæðurnar fyrir því, að við eigum við
harla litla möguluka að búa til þess
að sjá leik og njóta þeirrar ánægju,
þó hér sé eitt hið ágætasta samkomu-
hús og tilvalið til leiksýninga? Hér
eru þó til eða hljóta að vera til leik-
listarmenn sem í öðrum héruðum
landsins." Hann segir og, að það sé
megnasti ómenningarbragur, að ekki
skuli vera hér leikfélag, sem starfi
a. m. k. með svo miklu fjöri, að það
sýni 2 eða 3 góða sjónleiki á ári. Ef
hér sé nokkurt slíkt félag, þá þurfi
að vekja það af svefni, svo að það
hefji starf með endurnýjuðum krafti
eftir góða hvíld. Sé það hins vegar
ekki til lengur, þá væri þakklátt verk
og nauðsynlegt fyrir þá, sem hafa á-
huga á þessum málum, að vinda hér
bráðan bug að til úrbóta...
Maður og kona, leikrit í 5 þáttum
Haustið 1942 hófst L. V. handa um
að koma upp leikritinu Manni og
konu, sem Emil Thoroddsen samdi
eftir samnefndri sögu.
Leikritið var frumsýnt hér 28.
marz 1943 og voru alls 7 sýningar á
leikritinu. Stjórnandi þess og leið-
beinandi var Sigurður S. Scheving,