Blik - 01.05.1967, Page 225
BLIK
223
Leikendur í „Manni og konu"
L Olafur Grdnz, 2. Arni Arnason, 3. Brynjólfur Einarsson, 4■ Sigurður Scheving,
5. Jónheiður Scheving, 6. Kristján Georgsson, 7. V'aldimar Ástgeirsson, 8. Árni
Guðmundsson, 9. Sigríður Þorgilsdóttir, 10. Stefán Árnason, 11. Jón G. Scheving,
12. Guðrún Helgadóttir, 13. Steina Finnsdóttir, 14. Kristín Þórðardóttir, 15. Magnea
Sjöherg, 16. Nikólina Jónsdóttir, 17. Þórarinn Ólason.
um o. fl. o. fl. Dómar almennings
um leikinn voru mjög á einn veg, að
han hefði verið með miklum ágæc-
um. Sögðu farmenn, er hér voru í
höfn og séð höfðu leikinn í Reykja-
vík, að öll meðferð leiksins og ein-
stök hlutverk hefðu sízt verið verri
hér en þar.
Sjöunda sýningin var 11. maí
(1943) og sáu þá margir leikinn í
annað sinn. Um haustið var svo höfð
hátíðasýning á Manni og konu. Var
leikritið æft vel fyrir þá sýningu, og
það svo sýnt bæjarstjórn kaupstaðar-
ins og mörgum fleiri gestum, er boð-
ið var á þessa sérstöku sýningu. Fyrir
sýningu þessa var æfður undirleikur.
Á slaghörpu lék Alfreð W. Þórðar-
son, hljómlistarmaður frá Veturhús-
um, og Oddgeir Kristjánsson lék á
fiðlu. Lög voru leikin við kvæði Jóns
Thoroddsens, höfund sögunnar. Þá
var og leikið á hljóðfærin milli þátta.
Þetta kvöld voru leikhússgestir nær
500, og má fullyrða, að hátíðlegur
ánægjublær ríkti í leikhúsinu. Þarna
var eingöngu fullorðið fólk til þess
að forðast allan óþarfa hávaða.
L