Blik - 01.05.1967, Page 226
224
BLIK
LeikencLur í „Leynimel 13"
Aftasta röð frá vinstri: 1. Guðmundur Jónsson, 2. Arni Arnason, 3. Steina Finns-
dóttir, 4. Jónheiður Scheving, 5. Olafur Gránz, 6. Guðný Kristmundsdóttir, 7.
Nikólína Jónsdóttir, 8. Stefán Arnason. — Miðröð frá vinstri: 1. Högni Sigurjóns-
son, 2. Kristin Þcrðardóttir, 3. Valdimar Astgeirsson, 4. Sigríður Þorgilsdóltir, 5.
Sigurður Scheving. — Fremsta röð (börnt: 1. Guðmar Tómasson 2. Steinunn Eyj-
ólfsdóttir, 3. Garðar Sigurðsson.
Þegar leikæfingar hófust, sagði
vikubl. Víðir 23. jan.: „Það hafa
orðið mikil og góð skipti í L. V., og
starfsemi þess, er virtist um tíma
a. m. k. vera að fjara út, hefur nú
færzt í aukana. Nú er mikill áhugi
ríkjandi þar, og mikið getur góður
vilji. Það væri fjarstæða að álykta,
að hér væri nokkur skortur á hæfi-
leikum til leiklistarstarfsemi. Það
ætti að vera metnaðarmál þessa
bæjar að eiga gott og öflugt leikfé-
lag og styðja að framgangi þess mtð
ráðum og dáð.
Leikárið 1942/1943 er merkisár
í sögu Leikfélags Vestmannaeyja.
Einnig að því leyti, að þá hlaut það
fyrst starfsstyrk frá ríki og bæ, kr.
1500,00 frá hvorum aðila. Þá var
það alls ekki svo lítil viðurkenning
fyrir gott starf. Frá þeim tíma hefur
félagið ávallt notið styrks til starf-
semi sinnar frá því opinbera; þó
misjafnlega mikils frá ári til árs.
Síðustu árin nam styrkur sá, sem
L. V. fékk kr. 10.000,00 árlega, en í
tilefni 50 ára afmælis félagsins var
styrkurinn hækkaður á fjárhagsáætl-