Blik - 01.05.1967, Page 227
BLIK
225
un bæjarins 1960/1961 upp í kr.
25.000,00, en lækkaði svo aftur í kr.
10.000,00 1961/1962.
Leynimelur 13
Þann 2. sept. 1943 segir svo í Víði
m. a.
„Leikfelag Vestmannaeyja er nú
að æfa nvjan gamanleik er nefnist
„Leynimelur l3” Hinn góðkunni
gamanleikari Haraldur Á. Sigurðs-
son var hér í rokkra daga og leið-
beindi við æfingar. Leynimelur 13
er íslenzkur gamanleikur eftir höf-
unda, er nefna sig „Þrídrang”. Leikur
þessi var sýndur nokkrum sinnum
s. 1. vor í Reykjavík við fádæma
hrifningu og verður haldið áfram að
sýna hann þar í haust. Það mun
einsdæmi hér, að hafin sé sýning á
nýjum sjónleik jafnhliða og hann er
sýndur í Reykjavík. Er það gleði-
legur vottur þess, að meiri kraftur sé
í starfsemi félagsins en áður hefir
verið. Þetta er þriðji sjórdeikurinn,
sem félagið æfir til sýningar á einu
ári, en eins og menn muna, var Þor-
lákur þreytti og Maður og kona
leikið hér á s. 1. vetri. Brátt líður að
því, að almenningi gefist kostur á
að sjá gamanleikinn Leynimel 13.
Haraldur Á. Sigurðsson var feng-
mn nokkurn tíma til þess að leið-
beina og koma leiknum af stað.
Hann sá einnig um gervi og förð-
un alla eða mestalla með Olafi
Gránz. Æfingar gengu vel og var
mikill áhugi ríkjandi meðal manna
að koma þessum snjalla leik upp. í
hlutverkin völdust þessi:
Sveinn Jón skóari: Valdimar Ást-
geirsson
Guðríður sambýliskona hans:
Kristín Þórðardóttir
K.K. Madsen klæðskeram: Sig.
S. Scheving
Jakobína Tryggvad. (móðir
Dóru): Nikolína Jónsdóttir
Dóra Madsen, lcona K. K. Mad-
sen: Sigríður Þorgilsdóttir
Jonas Glas heimilislæknir: Guðm.
Jónsson, skósm.
Dísa þerna hjá Madsen: Rakel
Sigurðardóttir
Bobbi 10 ára: Guðmar Tómasson,
10 ára
Gonni 14 ára: Högni Sigurjóns-
son, 14 ára
Siggi 9 ára: Garðar Sigurðsson
9 ára
Tobba 12 ára: Steinunn Eyjólfs-
dóttir 12 ára
Magnh. Skúladóttir: Jónheiður
Scheving
Osk dóttir hennar: Steina M.
Finnsdóttir
Þorgrírnur skáld: Olafur Gránz
Marus heildsali o. fl.: Árni Árna-
son
Hekkenfelt: Stefán Árnason
Stefán lögregluþjónn: Jón Schev-
ing
Frumsýning var 22. okt. 1943
Leikritinu var ákaflega vel tekið
og þótti eitt af beztu gleðileikritum,
er hér höfðu verið sýnd. Sérstaklega
mætti nefna Sig. Scheving, Valdimar
Ástgeirsson, Kristínu Þórðardóttur,
Stefán Árnason, Jón Scheving o. fl.
15