Blik - 01.05.1967, Síða 229
BLIK
227
Árnasyni. Hlutverkið er þannig, að
maður heldur ósjálfrátt að hann sé
Dani, ósvikinn Dani, hér á ferð.
Márus leikur Árni Árnason sím-
ritari. Það er fremur lítið hlutverk
en erfitt og gefur ekki tilefni til
mikils, nema vera ástfanginn í Osk.
Það er sífellt verið að kasta mann-
inum út, en Ósk bætir honum það
sannarlega upp. Hann kemst auðvit-
að í tæri við Svein Jón skóara og er
atriði þeirra saman ágætt og
skemmtilegt. Þá er það skáldið
Toggi, síblankur og þunnur. Það er
annars spurning, hvort rétt sé að
láta góðtemplara leika þetta hlut-
verk, en þó sýnir Gránz manni vel
hið þunna skáld.
Fleiri koma þarna við sögu t. d.
Stefán Jónsson lögreglubjónn; leik-
inn af Jóni Scheving, og 4 krakkar,
til þess að auka vandræði K. K.
Madsen og stríða Hekkenfellt.
Leikstjóri er Sig. Scheving oe hef-
ir stjórnin farið honum vel úr hendi.
Þó ber þess að gæta, að Haraldur Á.
Sigurðsson var hér um tíma í haust
og leiðbeindi fólkinu. Eiga þeir því
báðir heiðurinn af því, hve vel hefir
tekizt. L. V. á þakkir skilið fyrir starf
sitt með þessa sýningu og aðrar.
Ættu menn að meta starf þess að
verðleikum og hafa hugfast, hve
geysileg vinna og erfiði liggur að
baki leiksýningum hér, þar sem að-
stæður eru mjög slæmar, til dæmis
td æfinga, þar sem stundum á sér
stað, að aðeins einu sinni hafa gefizt
tök á að æfa á sviðinu fyrir frum-
sýningu. Það er afleitt. Með þessa
hörmulegu aðstöðu í huga er það
alveg furðulegt hvað fólkið nær
góðum árangri hjá Leikfélagi Vest-
mannaeyja.
Meðan Haraldur Á Sigurðsson
var staddur hér haustið 1943, var
haldinn fundur ' L. V. í Akógeshús-
inu. Þá gengu í télagið Sigríður Þor-
gilsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Rak-
el Sigurðardóttir, Ólafur Gránz og
Kristján Georgsson. Haraldur Sig-
urðsson mætti á fundinum, þakkaði
ágætt samstarf og skemmtilegt og
hvatti eindregið til þess að koma
hér upp leikritinu „A útleið" eftir
Sutton Vane. Var því vel tekið af
fundarmónnum en engar ákvarðan-
ir teknar í því máli.
í afmælisnefnd voru kc;in 1943
Ólafur Gránz, Jónheiður Scheving
og Bjötn Sigurðsson. I skemmti-
nefnd "oru kosnir: Valdimar Ást-
geirsson, Árni Árnason og Loftur
Guðmundsson.
Eftir fundinn ræddust menn
nokkuð við um uppástungu Har-
aldar Sigurðssonar varðandi leikrit-
ið ,,A útleið". Ekki urðu menn á eitt
sáttir, hvernig leysa skyldi það mál.
Þó að margir væru hér ágætir leik-
arar, þurfti svo mikils við til þess
að fara með vandasömustu hlutverk-
in, t. d. Frú Banks og Tom Priors,
að óvíst var, að nokkur gæti leyst
þau vel af hendi, sem þó var nauð-
synlegt. Helzt bárust böndin að Jón-
heiði Scheving í Banks og Árna
Árnasyni í Tom, en hvorugt gaf
nein velyrði.