Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 230
228
BLIK
N orðurlandsför
Um vorið 1944 komst til tals á
fundi leikendanna, hvort ekki væri
gerlegt að fara sýningarför með
LeynimeJinn til meginlandsins og
leika þar á nokkrum stöðum. Var
sérstaklega ákveðið að fara norður
í land allt til Siglufjarðar og leika
m. a. þar. Var áhugi fyrir þessu mik-
ill meðal fólksins. Var þá strax
gengið « það að fá leyfi hjá leikað-
ilum t. d. höfundunum í Reykjavík
og svo hjá Siglfirðingum, hvort
fara mætti með Leynimelinn til
sýningar. Þetta var auðsótt mál hjá
Þrídrang og Siglfirðingum. Ráðgert
var að 'eika á Selfossi og hafa þar
fyrstu sýningu, en halda þaðan beint
til Siglufjarðar! Þá var og hugsað til
þess að 'eika á Siglufirði, Blönduósi,
Akureyri og jafnvel Húsavík. Þessu
var svo slegið föstu um þetta leik-
ferðalag L. V. Var farið að æfa á
ný nokkru fyrir ákveðinn burtfarar-
tíma og gekk allt vel. Bílar voru
fengnir frá Stokkseyri til Selfoss, á-
kveðin ferð með vb. Gísla Johnsen
frá Eyjum til Stokkseyrar með leik-
fólkið og leikgögn. Þá var og athug-
að með 'angferðabíl frá Rvík norður
í land og skyldi sá bíll taka allt fólk-
ið á Selfossi til norðurferðar. Akveð-
ið var að fara ekki með leiktjöld að
öllu leyti heldur það, sem ekki væri
hægt að vera án.
Eg gleymdi að geta þess, að far-
arstjóri var kosinn á undirbúnings-
fundinum Stefán Arnason og ferða-
söguritari Arni Arnason. — Nú var
allt tilbúið og farardagurinn afráð-
inn. En þá kom babb í bátinn. Krist-
ín Þórðardóttir gat ekki farið með
vegna veikinda á syni sínum. Sig.
Scheving hringdi þá með forgangs-
hraði suður til Rvík til okkar ágætis
ráðgjafa, Indriða Waage, og bað
hann að spyrjast fyrir um það, hvort
Auróra Halldórsdóttir leikkona í
Rvík, sem áður hafði leikíð Guðríði
í Leynimelnum í Rvík, væri fáanleg
til þess að hlaupa í skarð Kristínar
og leika Guddu á ferðalagi okkar.
Svo var beðið með hjartað í sokk-
unum. Jú, svar Auróru var jákvætt
og ferðinni var borgið.
Farið var á tilsettum tíma með
vb. Gísla Johnsen til Stokkseyrar
og leikið síðan fyrir fullu húsi á
Selfossi. Komu þangað margir leik-
arar frá Rvík og sáu leik okkar, sem
þeir létu vel af. Síðan var ferðinni
haldið áfram alla leið til Haganes-
víkur með viðkomu á ýmsum stöðum
t. d. Hólnm í Hjaitadal, Sauðárkrók,
Blönduósi, Hofsósi og víðar. Frá
Haganesvík var svo farið rneð vélbát
til Siglufjarðar og gékk sú ferð að
óskum. A Siglufirði var Eyjafólkinu
tekið með kostum og kynjum, leikið
fjórum sinnum, auk barnasýningar,
fyrir fullu húsi við ágætustu viðtök-
ur, sem aldrei munu gleymast. Þarna
sátum við hóf mikið okkur til heið-
urs og er ekkert ofmælt, þó að sagt
sé, að Siglfirðingar hafi borið okkur
á höndum sér í hvívetna. Ekkert var
of gott handa okkur, ekkert ofgert
að þeirra áliti. Hvílík afburða gest-
risni.
Frá Siglufirði var haldið með vb.