Blik - 01.05.1967, Page 231
BLIK
229
Ester til Akureyrar. Þar skyldi leika,
en svo fór, að leyfi fékkst ekki til
þess, þareð Lf. A. ætlaði sjálft að
leika leikritið hjá sér. Sama gilti og
um Húsavík. Þar meinuðu þeir okk-
ur einnig að leika, þar eð það væri í
þeirra leikumdæmi. Þar við sat. Við
skruppum til Mývatns og fl. staða,
t. d. Husavíkur. Urðu Húsvíkingar
bálreiðir út í Akureyringa, er við
sögðumst ekki mega verða við
beiðni þeirra á Húsavík og leika fyr-
ir þá, þar eð Akureyringar hefðu
sett umrrett leikbann á okkur þar.
Ekki þorðum við eða vildum brjóta
það bann. sem var í rauninni harla
einkennilegt. Kölluðu Húsvíkingar
það furðuíega afskiptaremi um
skemmtanalíf þeirra og rágrennis.
— Hér skal þess getið, að í norð-
urferðinni breyttist nokkuð hlut-
verkaskipanin hjá okkur í Leynimel
13 vegn.i forfalla einstakra. Þannig
var t. d. Jónheiður Scheving forföll-
uð vegna barnsfarar. Tók þá Sig-
ríður Þorgilsdóttir að sér hennar
hlutverk þ. e. a. s. hlutverk Möggu
miðils, Elín Árnadóttir tók þá hlut-
verk Sigríðar Þorgilsdóttur_ og
Guddu tók svo Auróra Halldórs-
dóttir frá Rvík. Dísu þernu á heim-
ili Madsens tók Guðný Kristmunds-
dóttir. — Síðan var haldið aftur til
Akureyrar, en þaðan í bíl til Blöndu-
óss og leikið þar fyrir fullu húsi.
Kolka læknir og frú voru heimsótt
°g þar notið be2tu veitinga og fyrir-
greiðslu. Með bíl var svo haldið til
Akraness en með bát til Rvík. Þar
sátum v:ð kaffiboð hjá L. R. og síðan
var sýnt í Iðnó við leiksviðsútbún-
að þar. Til Stokkseyrar var haldið
í bíl, en þaðan með vb. Gísla John-
sen heim til Eyja. Ferðin hafði orð-
ið L. V. til hins mesta sóma og fólk-
inu til ánægju. Var framkoma þess
í hvívetna aðdáunarverð og frammi-
staða þess í leiknum ágæt sbr. blaða-
ummæli. Eflaust mun þetta fyrsta
för Eyjamanna með leikrit til sýning-
ar á meginlandinu. Fáni félagsins og
Eyjanna blakti ávallt á bílnum okk-
ar, harmonikka var og með og var
mikið á hana spilað og sungið með.
sérstaklega ferðasöngurinn og kveðl-
ingur um leikendurnar í leikritinu,
(sjá hér á eftir). Ferðasaga var rituð
daglega af Á. Á., sem hann á í hand-
riti, en hér fer á eftir stutt frásögn
fararstjóra, sem tilhlýðilfgt er að
birta hér, en hún kom í blaði í Eyj-
um.
Ur frásögn
fararstjórans Stefáns Arnc^onar
Það var einhverntíma s. 1. vetur að
formaður L. V., hr. Sig. Scheving,
stakk upp á því við okkur að gaman
væri að fara í leikkynningarför til
meginlandsins á komandi sumri. —
Þessari uppástungu var tekið með
hrifningu. en hvorki Sigurður né
öðrum mun hafa flogið í hug, að
þetta yrði meira en svona smá hug-
detta. Á bak við þetta hugboð lá
auðvitað annað og meira en „að fara
til landsins”, eins og það var kall-
að. — Það var að kynna leikstarf-
semi Eyjamanna, sem lítinn þátt í
menningarlífi þeirra. Síðan var mál