Blik - 01.05.1967, Side 233
BLIK
231
fyrir okkur gera og var myndarskap-
ur þar 4 öllu.
Síðasta kvöldið hélt Leikfélag
Siglufjarðar okkur samsæti. Veitt
var af mikilli rausn. Skemmt var
með ræðum, söng og dansi lengi
nætur. Við minnumst veru okkar á
Siglufirði með ánægju. Þökkum
Siglfirðingum ágætar viðtökur og
Leikfélaginu þar fyrir ógleymanleg-
ar gleðistundir.
Frá Siglufirði var haldið til Ak-
ureyrar. Þaðan farið í Mývatnssveit,
skoðað Slútnes og Dimmubo,"gir.
Ennfremur Vaglaskógur, Goðafoss
o. m. fl. I þeirri ferð var komið til
Húsavíkur. — Snemma næsta morg-
uns var lagt af stað og haldið til
Blönduóss og leikið þar um kvöldið
fyrir troðfullu húsi og við mjög á-
nægjulegar viðtökur.
Eg vil sérstaklega taka það fram,
að þessi hópur, sem var í ferðalag-
inu, kom allsstaðar fram með mynd-
arskap og viðeigandi háttvísi, enda
var okkar þakkað það sérstaklega.
Gleðin og ánægjan bar svip þessar-
ar ferðar og er óhætt að fullyrða, að
seint muni þær samverustundir
gleymast. Við vorum beðin að leika
a mörgum stöðum en gátum það
ekki tímans vegna! Leikför þessi
oun gefa L. V. byr undir báða vængi
í framtíðarstarfi þess hér, þótt það
sé harla erfitt eins og sakir standa,
en fórnfýsi leikenda, góður skiln-
ingur stjórnarvalda og ágætar við-
tökur bæjarbúa, geta lagað þstta í
framtíðinni.
I leikskrá, sem L. R. hefir gefið út
með leikritinu „Taugastríð tengda-
mömmu' og leikið var úti á landi,
segir m. a., að frú Auróra Halldórs-
dóttir hafi farið sína fyrstu leikför út
á landið árið 1952 með Gunnari R.
Hansen, er hann fór með leikritið
„Vér morðingjar” eftir G. Kamban.
Þetta er ekki rétt. Auróra Halldórs-
dóttir fór löngu áður með L. V. um-
rædda leikför eða 1944 og lék þá
Guddu ' „Leynimelur 13” vegna for-
falla frú Kristínar Þórðardóttur,
Borg, vegna veikinda sonar hennar.
Þá fóru þau hjónin Indrið: Halldórs-
son og Auróra Halldórsdóttir með
L. V. norður í land.
Við framanritað er ekki rúm til
að bæta neinu að ráði. Þó þykir rétt
að geta þess, að mörg skeyti voru
send heim til Eyja frá ferðafólkinu
þ. e. Leikfélaginu. Oll voru þau í
ljóðum og þykir rétt að birta hér
sýnishora af þeim, en þau voru jafn-
óðum birt almenningi í Eyjum og
þau báru.st. Frá Hólum í Hjaltadal
var símað svolátandi:
Guðm. Jónsson:
Erum Hólum, allt í lagi,
inn í kirkju sungum vers,
Á. Á.:
undrist ekki um okkar hagi
erum létt í sinni’ og hress.
Frá Siglufirði var símað eftirfar-
andi efttr Á. Á:
Sólin gyllir grundir vel,
gefur sndli og kæti,
landið hyllir Leynimel,
lýður fyllir sæti.