Blik - 01.05.1967, Page 234
232
BLIK
Á Siglufirði átti frú Sigríður Þor-
gilsdóttr 40 ára afmæli. Þá urðu
til nokkrar vísur ortar í tilefni dags-
ins til frúarinnar:
Guðm. jónsson:
„Afmælisóskir fram skal færa,
félags við réttum hlýja mund,
fertuga unga fljóðið kæra
faðmi þig gæfan alla stund".
Sig. S. Scheving undir nafni K. K.
Madsens, en Sigurður hafði áður
leikið Frú Madsen:
„Eg óska þess af öllu hjarta,
elskulega vina mín,
að ala daga eigi bjarta
innsta óskin þín.
Og gæfan blessi börnin þín,
blessuð fyrri konan mín".
Frá Á. Á. barst þessi hnoðnagli:
Að lífið við þig leika megi
létt og aldrei syrti él,
óska þér á þessum degi
þrír af fræga Leynimel..
Sveinjón, Toggi, Márus.
Frá Fornahvammi þótti sjálfsagt
að senda kveðju heim. Hún var
þannig:
G. J-
„Sitjum hér við sólareld,
sinnið hresst og allir glaðir.
Á. Á.
Til Akraress við komum kveld,
kætir auga nýir staðir".
Aðalfundur L. V. var haldinn 25.
jan. 1944.
Stjórnarkjör:
Formaður: Sigurður S. Scheving
Ritari: Árni Árnason
Gjaldkeri: Nikólína Jónsdótdr
Varaformaður: Stefán Árnason
Vararitari: Haraldur Eiríksson
Varagjaldkeri: Sigr. Þorgilsdóttir
Endurskoðendur:
Kristín Þórðardóttir
Margrét Johnsen
Á fundinum var upplýst, að
brúttótekjur af leikritinu „Manni og
konu" hefðu orðið rúmlega kr.
21.000,00. Það ár nam ríkisstyrkur
kr. 1500,00 til L. V. Þetta ár voru
húsnæðisvandamálin mjög mikil hjá
félaginu að venju og mikið rætt um,
hvað gera skyldi því til úrbóta. Var
m. a. leitað eftir hjá eigendum húss-
ins Nýja Bíós við Vestmannabraut,
hvort húsið væri fáanlegt til kaups
og hvað söluverð þess yrð’. Það upp-
lýstist ,að húsið var falt fyrir kr.
170 þús. Þetta var af stjórn félags-
ins álitið frágangssök vegna fjár-
skorts. Talað var við stjórn Sam-
komuhúss Vestmannaeyja um bætt-
an aðbúnað í því húsi til leiksýninga.
Lofaði stjórn hússins ýmsum end-
urbótum á aðbúnaði L. V. þar t. d.
að láta standsetja salerni við bún-
ingsherbergin, laga leiksviðið, setja
upp meðfærilegri „himin" yfir svið-
ið, þilja yfir „hljómsveitargryfjuna",
sem aldrei væri notuð, og fá það
pláss til viðbótar leiksviðinu. Við