Blik - 01.05.1967, Page 235
BLIK
233
það fengist meiri dýpt í sviðið, það
stækkað mikið við slíka breytingu
o. fl. Var lofað að hefja þessar fram-
kvæmdir þá þegar. Þá uppl. stjórnin
eftirfarandi: Athugað var einnig um
kaup á bragga, sem stóð út á Stór-
höfða, og var ætlunin hjá L. V. að
nota hann ef til kæmi, til æfinga og
geymslu á leiksviðsmunum L. V.
svo sem tjöldum og innanstokks-
munum. Að sjálfsögðu yrði mikill
kostnaður við flutning braggans
niður í bæinn, rífa hann og endur-
byggja, þó að hann yrði aðeins
notaður sem æfinga- eða geymslu-
pláss, svo að ekki væri talað um
möguleika á því að innrétta hann
sem leikhús. Að öllu athuguðu og
eftir að hafa skoðað braggann suður
í Stórhöfða og einnig annars staðar
í bænum, var alveg horfið frá þess-
ari hugmynd um húsnæði. Virtist,
a. m. k. eins og sakir stæðu, ekkert
um annað að gera en halda sig að
Samkomuhúsinu.
A fundi þessum var samþykkt
einróma að æfa upp og sýna um ver-
tíðarlok revýuna „Allt í lagi, lagsi".
Allt í lagi, lagsi
Vorið 1944 sýndi Leikfélag Vest-
mannaeyja gamanleikinn ,.Allt í
lagi, lagsi" undir stjórn Sigurðar S.
Schevings. Leikrit þetta er fullt af
allskonar bröndurum og gleðisöngv-
um og má hiklaust fullyrða, að fólk
hafi skemmt sér prýðilega við að
horfa á létta og góða meðferð leik-
enda á efninu.
Persónur og leikendur:
Jón Span, forstj. HIBO: Sigurður
S. Scheving
Esikiel: Loftur Guðmundsson
Isa Isaks: Dóra Ulfarsdóttir
Isak Hólmkvist, hreppstj: Valdi-
mar Ástgeirsson
Kyndarinn og skattstjórinn: Stef-
án Arnason
Kálína: Nikólína Jónsdóttir
Svana skrifstofumær: Guðný
Kristmundsdóttir
Bíbí: Elín Arnadóttir
Blaka: Sísí Vilhjálmsdóttir
Leifur: Konráð Bjarnason
Jóna: Þórunn Valdimarsdóttir
Stamberg: Guðmundur Jónsson
Hjúkrunarkonurnar: Kristján
Georgsson og Jón Scheving
Hér birti ég útdrátt úr blaða-
dómi, sem birtist 12. maí 1944 um
leikritið og meðferð leikenda á
hlutverkunum.
Gamanleikur þessi er aðallega
háðsleg stæling á raunveruleikanum.
Þar eru margir góðir brandarar
kryddaðir léttum gamanvísum og
spjalli. I leik þessum er víða á hnytt-
inn hátt skopast að því, sem aflaga
fer í þjóðfélaginu nú á dögum, t. d.
nefndafarganinu, ýmsum öfgum ný-
ríkra manna, bókaflóðinu, brask-
spillingunni og lausung allskonar.
Forstjóra HIBO félagsins, herra
Jón Span, leikur Sigurður Scheving.
Mætti segja, að hann væri á full-
mildu spani til þess að græða fé, ef
maðurinn héti ekki blátt áfram
„Span". En hann er sjálfum sér sam-