Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 237
BLIK
235
gefur mönnum gott tækifæri til þess
að lengja líf sitt með góðum hlátri.
Á útleið
Árið 1944—45 var ákveðið af L. V.
að taka til flutnings leikritið „Á út-
leið” eftir Sutton Vane og fá þau
Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu og
Indriða Waage leikara í Reykjavík,
en þau voru bæði landskunnir leik-
arar og höfðu leikið aðalhlutverkin
í leikriti þessu í Reykjavík. Þetta
var auðsótt mál við þau tvö. Var þá
þegar farið að útvega fólk í önnur
hlutverk og gekk það vel innan fé-
lagsins að öðru leyti en því, að Árni
Árnason, sem ætlað hafði verið hlut-
verk séra W. Duke, gat ekki aðstað-
ið vegna handarmeins.
Persónur og leikendur í „Á út-
leið”, en það var sýnt í maí-mánuði
1944:
Tom Prior: Indriði Waage,
Reykjavík
Frú Banks: Soffía Guðlaugsdóttir,
Reykjavík
Frú Midget: Kristín Þórðardóttir,
B°rg
Frank Thomas dómari: Georg
Gíslason
Séra William Duke: Guðmundur
Jónsson skósm.
Schrubby: Haraldur Eiríksson
Villingana léku þau: Olafur
Gránz og Magnea Sjöberg
Að vanda var harla erfitt um
æfingapláss. Var oftast æft á mat-
stofu Einars Sigurðssonar v/ Godt-
haab eða í Akógeshúsinu, þar til
loks var hægt að komast að Sam-
komuhúsinu með prófsýninguna.
Þetta fræga leikrit í höndum þessa
fólks, og þá alveg sérstaklega Soffíu
og Indriða, var mikill leiklistarvið-
burður. Þó skal strax geta þess, að
meðlimir L. V. í sínum vandasömu
hlutverkum stóðu sig með ágætum,
og féll enginn skuggi á þá frammi-
stöðu frá snilli þeirra Soffíu og Indr-
iða, enda gerðu þau og sitt til þess
að leiðbeina og kosta kapps um að
hefja aðra leikendur til sömu glæsi-
mennsku, er þau sjálf sýndu á leik-
sviðinu. Þetta tókst líka með mestu
ágætum. Leikritið er sérstætt. Fólkið
er alltaf á ferðalagi, en enginn veit
þó hvert hann er að fara eða hver
tilgangur ferðarinnar er hjá hverj-
um einstökum. Þó áttar fólkið sig
smám saman á því sem raunverulega
er að gerast, að það er allt dáið og
er á leiðinni yfir um í annað líf.
Villingarnir tveir eru einhvernveg-
inn utan gátta, alltaf útaf fyrir sig og
virðast eiga lítið sameiginlegt með
hinu fólkinu. Þau höfðu ætlað að
fyrirfara sér með gasi, en varð bjarg-
að á síðustu stundu og síðast hverfa
þau tvö aftur til hins jarðneska
lífs, en hin öll halda áfram ferð
sinni. Sérstaka athygli vakti að von-
um leikur Waage í hlutverki Priors,
sem hafði verið mikill drykkjumað-
ur, en verður þó fyrstur til þess að
átta sig á orðnum umskiptum og
ferðalaginu. Þá var leikur Soffíu
með afbrigðum góður. Hún lék
léttúðardrósina frú Banks eða e. t. v.