Blik - 01.05.1967, Page 238
236
BLIK
öllu heldur gleðikonuna. Frú Soffía
lék af hreinni snilld.
Leikendum okkar Eyjamanna
tókst mörgum mjög vel í sínum
hlutverkum.
Leikritið var sýnt við ágæta að-
sókn og undirtektir leikhúsgesta.
Það var sýnt þrisvar og var flest á
síðustu sýningunni. Þau gátu ekki
verið hér lengur, Soffía og Waage.
Margir fóru á allar sýningarnar og
skemmtu sér konunglega.
Leikritið „Á útleið” hefir verið
leikið hérlendis allmikið og hlotið
ágæta dóma. Það útheimtir góða
leikkrafta í öllum hlutverkunum,
sem eru erfið viðfangs. Hér tókst
leikurinn sem sagt ágætlega. Þar
hefir ábyggilega mestu um ráðið að
þau Soffía og Waage komu hingað
og leiðbeindu Eyjafólkinu í túlkun
hlutverkanna. Mér persónulega
fannst mest koma til leiks Harald-
ar í Schrubby. Það er mjög vanda-
samt hlutverk, sem krefst mikils af
leikaranum. En Haraldur náði full-
um tökum á hlutverkinu, sérstaklega
ljúflegri persónu, málrómurinn og
hreyfingarnar allar svo yndisfullar,
þrungnar af kurteisi og einhverri
undarlegri dulúð, sem manni þó
finnst í fullu samræmi við hvert at-
riði, sem á sviðinu gerist. Hlutverk-
ið krefst mikils í hvívetna enda hafa
og engir veifiskatar haft það með
höndum úti um landið t. d. Harald-
ur Björnsson á ísafirði 1931 — 32,
Ágúst Kvaran 1926—27 í Reykja-
vík, Haraldur Björnsson í Reykja-
vík 1931—32, Lárus Pálsson 1941
—42 o. fl. Hóf var þeim Soffíu og
Waage haldið áður en þau fóru
héðan. L. V. stóð að því. Þar voru
ræður fluttar og þeim þökkuð inni-
lega koma þeirra hingað til F.yja.
Þar hélt og Soffía ræðu og talaði
um hinar mjög svo frumstæðu að-
stæður, sem L. V. ætti við að búa,
og í Samkomuhúsinu, þessu glæsta
húsi, væru aðstæðurnar með öllu ó-
viðunanlegar. Þessu yrðu ráðamenn
þess eða jafnvel bæjarins í samráði
við húseigendur að ráða bót á. Hér
væri um svo mikla menningarstarf-
semi að ræða, að hlynna vrði að
henni á allan hátt. Þetta væri að vísu
átak, en Eyjamönnum hefði ábyggi-
lega boðizt hann brattari í erfiðum
viðfangsefnum og framkvæmdum
og alltaf sigrað. Þetta gætu þeir enn
gert, ef hafizt yrði handa á um-
bótum, en það vrði að gerast, ef ekki
ætti að stefna leiklistinni til hnign-
unar og falls. Hér væru góðir leik-
kraftar, sem satt að segja væri sár-
grætilegt, ef ekki nýttust listinni til
þróunar.
Frúnni voru þökkuð góð ummæli
og öll aðstaða hennar við að koma
leikritinu upp, sem og listræn túlkun
hennar á erfiðu hlutverki nú sem
svo oft áður. Þau Indriði voru svo
kvödd með virktum og þökkuð hing-
aðkoman með mörgum fögrum orð-
um og hlýjum handtökum.
Bætt leiksvið, —
stjórnarkjör, — Stmdgarpurinn
Fundur var haldinn í L. V. 22. febr.
1945. Upplýst var á fundi þeim, að