Blik - 01.05.1967, Page 239
BLIK
237
formaður félagsins Sig. S. Scheving,
hefði fengið styrk til þess að fara til
Reykjavíkur og kynna sér leikstjórn
og störf frá 1. febr. til 1. maí 1945.
Samkomuhúsið hafði nú látið gera
mjög góðar breytingar á leiksvið-
inu og fleira og hefðu allar aðstæð-
ur til leiksýninga og aðbúnaður
batnað mjög mikið. Hafði L. V. látið
gera sumar breytingarnar í samráði
við Samkomuhúsið. Allt væri þetta
til mikilla bóta fyrir leikstarfsem-
ina. Þann 16. ágúst sama ár var
fundur í L. V. og þá samþykkt að
hefja starfsemi leikársins með því
að sýna leikritið „Sundgarpurinn"
eftir Arn. og Back. Sem æfingastað-
ur var fengin matstofa Einars Sig-
urðssonar v/ Godthaab. Til tals
hafði komizt að leika „Lénharð
fógeta" og hafði Ingibjörg Steins-
dóttir verið ráðin leikstjóri. Síðan
hefði hún eindregið óskað eftir að
losna við leikstjórn þessa og varð
það endanlega samþykkt. Við bað
féll „Lénharður fógeti" það leikárið
og því aðeins „Sundgarpurinn" tek-
inn til uppfærslu.
Aðalfundur var haldinn 22. ágúst
1945. Þá fór fram stjórnarkjör og
voru kosin fyrir leikárið þau: Stefán
Arnason formaður, Björn Sigurðs-
son, ritari, Nikólína Jónsdóttir,
gjaldkeri.
Varastjórn:
Formaður: Haraldur Eiríksson,
ritari: Kristín Þórðardóttir, gjald-
keri: Georg Gíslason.
Endurskoðendur:
Oiafur Gránz, Jómsborg og
Arni Arnason, símritari.
Þetta ár fiutti Sigurður Scheving
frá Eyjum til Reykjavíkur. Það var
mikill hnekkir fyrir félagið. Þessu
réði, að hann hafði einhverja von
með að komast að leikstarfsemi í
Reykjavík. En úr því varð þó litið.
Aðeins einu sinni heyrðist hann í
útvarpsleikriti, en þar með var líka
draumurinn búinn. Á fundi L. V.
20. nóv. var samþykkt að leika leik-
ritið „Gift eða ógift" eftir Priestley
á þessu leikári. Leikstjóri var kosinn
Kristín Þórðardóttir, Borg. Arið
1945 voru samkvæmt fundarsam-
þykkt hafnar æfingar á leikritinu
„Sundgarpurinn" eftir Arn og Back
og var leikstjóri Sigurður Scheving.
Var íeikritið frumsýnt í Samkomu-
húsinu 20. nóv. 1945. Leikrit þetta
er ekki sérlega mikið að íburði en
það er smellið og hlægilegt. Aðsókn
var ekki sérlega góð og var þó leik-
ritið sæmilega með farið. A ann-
ari sýningunni voru enn færri á-
horfendur en á frumsýningunni og
á þeirri þriðju, sem var í marz-mán-
uði 1946, voru aðeins örfáar hræð-
ur. Alls munu um 480 manns hafa
séð leikritið að þessu sinni og er það
lélegt miðað við það, að lélega bxó-
mynd sjá að venju 1000 manns, sbr.
umsögn í Víði.
Leikendur voru þessir:
Otto Magalin: Valdimar Ást-
geirsson