Blik - 01.05.1967, Page 240
238
BLIK
Kata dóttir hans: Sísí Vilhjálms-
dóttir
Frú Gabriella: Jónheiður Schev-
ing
Anna Maria dóttir hennar: Anna
Sigurðardóttir
Fritz Neubauer verkfr.: Þorsteinn
Jónsson
Dr. phil. Möbius: Sigurður Schev-
ing
Fimmsuntrínus: Olafur Gránz
Eggebrecht: Olafur Halldórsson
Próf. Wernicke: Stefán Árnason
Hanagals þjónn: Jón Scheving
Hummel sundvörður: Kristján
Georgsson
Theresa ráðskona: Nikólína Jóns-
dóttir
Emma stofustúlka: Dóra Ulfars-
dóttir
Þetta var síðasta leikritið sem
Sigurður Scheving stjórnaði fyrir
L. V. þar eð hann fluttist alfarinn
til Reykjavíkur þetta árið, illu heilli
bæði fvrir L. V. og mér liggur við
að segja fyrir hann sjálfan.
Hreppstjórinn á Hraunhamri
Haustið 1945 var sýnt hér leikrit
eftir Loft Guðmundsson rithöfund,
er nefndist „Hreppstjórinn á Hraun-
hamri". Leikritið gekk aðeins tvis-
var. Leikendur voru þessir:
Nikólína Jónsdóttir: hrepp-
stjórafrú
Sísí Vilhjálmsdóttir,
Dóra Ulfarsdóttir,
Stefán Árnason, fór með hlutverk
Cesars
Kristján Georgsson,
Björn Sigurðsson,
Guðmundur Jónsson, fór með
hlutverk hreppstjórans
Leikritið gekk ekki vel, enda þótt
með hlutverk þess færu sumir gam-
alkunnir leikkraftar. Sumum fannst,
að túlkun einstakra persóna væri
nokkuð nærgöngul einstökum pers-
ónum í Eyjum og þeir stældir um of.
Mæltist þetta illa fyrir meðal leik-
húsgesta. En hvað sem því líður, þá
varð sú raunin á, að leikritið gekk
illa, aðeins tvær sýningar. Víða á
meginlandinu hefir leikritinu hins-
vegar verið vel tekið og þótt allgott.
Miðað við aðsókn Eyjabúa að leik-
sýningum yfirleitt, voru viðtökur
leikritsins hér óumdeilanlega nei-
kvæður dómur almennings. Hjá
sumum var það leikritið sjálft frá
höfundarins hendi, sem þeim líkaði
ekki, en hjá öðrum var það túlkun
persónanna af leikendunum, sem á-
horfendum líkaði illa.
Gift eða ógift
Árið 1947 tók L. V. til meðferðar
leikritið Gift eða ógift eftir J. B.
Priestley, gamanleik í þrem þáttum.
Leikstjóri var frú Kristín Þórðar-
dóttir í Borg. Leikið var í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja. Dómar al-
mennings um leik þennan voru yfir-
leitt góðir. Leikritið var létt og
skemmtilegt og hlutverkunum nerð