Blik - 01.05.1967, Page 243
BLIK
241
Lénharður fógeti
Frá burstinni til vinstri (aftari röð): 1. tsleifur Jónsson, 2. Eggert Sigurlásson, 3.
Einar Lárusson, 4. Hallgrímur Þórðarson, 5. Adólf Óskarsson, 6. Svend Þórðarson,
7. Jón Þórðarson. — Miðröð frá vinstri: 1. Sveinn Guðmundsson, 2. Ólafur Gránz,
3. Haraldur Guðnason, 4■ Svanur Kristjánsson, 5. Stefán Árnason, 6. Páll E. Jóns-
son, 7. Ólafur Halldórsson, 8. Jóhann Friðfinnsson, 9- Tryggvi Guðmundsson, 10.
Sveinbjörn Guðlaugsson. — Fremsta röð frá vinstri: Guðfinna Thorberg, 2. Ásta
Vigfúsdóttir, 3. Stefanía Þórðardóttir, 4. Nikólína Jónsdóttir, 5. Guðfinna Kristjáns-
dáttir, 6. Eygló Einarsdóttir, 7. Jónheiður Scheving, 8. Guðrún Magnúsdóttir. —
Ekki eru allir leikendurnir á mynd þessari.
leikendum og vegna margháttaðra
erfiðleika. Þetta leikrit var stærsta
og umfangsmesta viðfangsefni L. V
til þess tíma fyrir margra hluta sakir.
Leikritið Lénharð fógeta er óþarft
að kynna. Flestir hafa ýmist lesið
leikritið eða séð það á leiksviði í
Reykjavík. Einnig hefur það heyrzt
í Utvarpinu. Hér hafði það aldrei
verið leikið fyrr en 17. febr. 1948.
Aðalhlutverkin léku:
Lénharð fógeta: Stefán Arnason,
yfirlögregluþjónn
Torfa í Klofa: Haraldur Guðna-
son, bókavörður
Guðnýju bóndadóttur: Frú Minna
Thorberg
Frú Thorberg hafði ekki sézt hér
fyrr á leiksviði. Henni tókst vel að
túlka geðþrif og svipbrigði Guðnýjar
bóndadóttur, hefur viðfelldna söng-
rödd og er frjálsmannleg og óþving-
uð í hreyfingum og tali.
Haraldur Guðnason mun heldur
ekki hafa sézt hér fyrr á sviði. Hon-
um tókst vel að leika hið röggsama
L