Blik - 01.05.1967, Síða 244
242
BLIK
yfirvald svo stór vexti sem hann er,
rólegur í meðferð hlutverksins og þó
ákveðinn.
Stefán Arnason þarf ekki að
kynna. Hann leikur ávallt hressi-
lega og ekki sízt gerði hann það í
þessu leikriti. Leikur hans var ná-
kvæmur og hnytmiðaður, skilningur
góður á hlutverkinu og framsögnin
mjög góð.
Jóhann Friðfinnsson fór með
hlutverk Eysteins úr Mörk. Meðbiðil
hans lék Ólafur Halldórsson læknir.
Ingólf bónda á Selfossi lék Valdi-
mar Astgeirsson. Hlutverkið veitir
lítið svigrúm til tilþrifa. Þó skilaði
hann hlutverkinu allvel, enda þótt
honum láti betur að leika hin gam-
ansamari hlutverkin.
Helgu, konu Torfa í Klofa, lék
Nikólína Jónsdóttir af festu og
virðuleik.
Kotstrandarbóndann lék Sveinn
Guðmundsson forstjóri. Það er erfitt
hlutverk. Þó tókst honum mætavel,
og minnti hann stundum á Friðfinn
Guðjónsson í Kotstrandarbóndan-
um.
Með smáhlutverk fóru þau Svein-
björn Guðlaugsson, Jón Pétursson
og Tryggvi Guðmundsson, Guð-
finna Kristjánsdóttir og Jónheiður
Scheving. Þau gerðu öll hlutverkum
sínum góð skil. Flestir luku upp
einum munni um það, að sýningin
hefði yfirleitt tekizt mjög vel.
Leikstjórinn, frk. Arndís Björns-
dóttir, lagði mikið á sig við að koma
hingað og koma þessum leik á svið
hér. Kunnu Eyjabúar henni miklar
þakkir fyrir komu þessa til kaup
staðarins. Leikfélagið var einnig lof-
að fyrir að fá frk. Arndísi hingað til
þessa menningarstarfs, svo mikilhæf
sem hún er sem leikari og stjórn-
andi.
Húsið var þéttskipað og leikendur
og stjórnandi hlutu mikið lof leik-
hússgesta, sem þökkuðu fyrir sig
með föstu lófataki og blómum.
Það var vissulega verðskuldað lof
og þakklæti.
Lénharður fógeti var leikinn hér
fimm sinnum og ávallt fyrir full-
setnu húsi.
Um sjónleik þennan segir Fram-
sóknarblaðið 28. febr. 1948:
„Það verður naumast um það
deilt, að um val leikenda hafi tekizt
nokkuð vel, eftir því sem um er að
ræða. En það er ávallt vandi að
velja. Helzta undantekning frá
heppilegu vali finnst mér vera Jó-
hann Friðfinnsson. Hann er full
unglingslegur bæði að máli og burð-
um. Hitt er svo annað mál, að
hann, þrátt fyrir það, fer prýðilega
með hlutverk sitt og sýnir ótvíræða
hæfileika til þess að fara með hvert
það hlutverk, sem persóna hans og
þroski leyfa.
Stefán Arnason hefir mikið hlut-
verk og erfitt, Lénharð fógeta. Það
er erfitt að dæma slíkan leik nema
að hafa aðra til samanburðar. Yfir-
leitt mun hann hafa náð persónunm
sómasamlega og stundum ágætlega
og lýkur síðasta örlagaþættinum
með tilþrifum þess leikara, sem skil-
ur hlutverk sitt til hlítar.