Blik - 01.05.1967, Síða 245
BLIK
243
Sennilega er hlutverk Guðfinnu
Thorberg það allra erfiðasta, og á
hún þess vegna alveg sérstakan heið-
ur fyrir sína frammistöðu. Málfar
hennar er afbragð og mun almenn-
ingur naumast finna, að hana bresti
nokkru sinni skilning eða tök á hlut-
verkinu.
Haraldur Guðnason er eins og
fæddur til að leika Torfa í Klofa, svo
snilldarlega sómir hann sér í þessari
persónu.”
A fundi sem haldinn var í L. V.
21. sept. 1948, gengu í félagið þau
Guðfinna Thorberg, Haraldut
Guðnason, bókavörður, Olafur
Halldórsson læknir, Gréta Olafs-
dóttir Flötum, Svanhildur Guð-
mundsdóttir, Asgarði, Ingólfur
Theodórsson netagerðarmeistari. A
aðalfundi var stjórnin endurkjörin
fyrir næsta tímabil:
Formaður: Stefán Arnason, yfir-
lögregluþjónn
Ritari: Björn Sigurðsson verzlun-
armaður
Gjaldkeri: Nikólína Jónsdóttir
Varaformaður: Georg Gíslason
Ritari: Haraldur Gnðnason
Gjaldkeri: Olafur Gránz
Endurskoðendur:
Arni Arnason og
Olafur Halldórsson.
A þeim fundi var einróma sam-
þykkt, að veita Nikólínu Jónsdóttur
kr. 500,00 sem viðurkenningu fyrir
sérlega vel unnin störf á undanförn-
um árum í þágu félagsins.
Árið 1949 þann 8. jan. hélt L. V
kvöldvöku og hafði margt til
skemmtunar.
Dagskráin var á þessa leið:
1. Gítarspil og söngur
2. Upplestur: Guðfinna Thor-
berg: Bréfið hennar Stínu, D.
Stef.
3- Gamanvísur sungnar af Ása í
Bæ.
4. Harmonikuleikur: Sigrún Ás-
björnsdóttir.
5. Leikþáttur: Lási trúlofast.
6. Sving trio: Söngur: Svala Jóns-
dóttir, undirleik: Sísí Gtsla-
dóttir.
Um þessa skemmtan skrifat
vikublaðið Víðir:
„Síðastliðinn laugardag hélt L. V
fjölbreytta kvöldskemmtun. Voru
öll atriði hennar vel heppnuð en
munu hafa fallið misjafnlega >
smekk áhorfenda. Stærsta og veiga-
mesta atriði skemmtunarinnar var
leikþátturinn Lási trúlofast, sem er
erlendur en staðsettur hér. Efni leiks-
ins er létt og fyndið og skemmtu á-
horfendur sér ágætlega yfir vand-
ræðaskap Lása, sem leikinn var af
Stefáni Árnasyni, sem hefir verið
lærlingur í 25 ár hjá meistaranum
Jakobi, leikinn af Árna Árnasyni.
Þó Lási stígi ekki í vitið, kemst hann
í ástarævintýri með Leopoldinu
ekkju, leikin af Jónheiði Scheving,
sem vill giftast honum. Ekki eru þeir
Lási og Jakob hrifnari en svo af
þeim ráðahag, að þeir kaupa ráðs-
konu sína, Nikólínu Jónsdóttur, til
þess að bjarga Lása með því að halda