Blik - 01.05.1967, Page 247
BLIK
245
„Pósturinn kemur"
Valdimar Astgeirsson:
Driimmond listm 'lari.
JónheiÖur Scheving:
Frú Maia Drúmmond.
Eftir blaðadómum að dæma þá
hefur leikrir þetta algjörlega mis-
tekizt, hver sem orsökin kann að
hafa verið. Þarna voru þó að leik
flestir þrautreyndari leikarar. Því ó-
skiljanlegri verður árangurinn. i
Eyjablaðinu birtist grein um leikinn,
sem ég leyfi mér að taka hér með
smáglefsur úr.
Þar segir:
„Þegar ég er beðinn að segja
meiningu mína um frammistöðu
L. V. í leikritinu „Pósturinn kemur”
vil ég vera stuttorður. Ef leikfélagið
ætti eingöngu að dæmast eftir þess-
um leilc, býst ég við, að sá dómur
yrði tii þess að gera út um tilveru
þess. Leikur þessi er dæmi um það
hvernig hægt er að sá góðum kröft-
um til einskis. Eg ætla ekki að fara
út í einstök atriði; geri ráð fyrir, að
leikendum séu þau ljós eftirá. En
þótt leikrit þetta sé ómerkilegt frá
höfundarins hendi, þá þarf talsvert
hugmyndaflug til að gera það að
þeirri hryggðarmynd, sem leikhús-
gestum var boðið upp á s. 1. föstu-
dag. Þetta er því sárgrætilegra, að
L. V. hefur oft sýnt, að það ræður
yfir kröftum, sem geta gert miklu
betur. Eg skal fúslega játa, að leik-
húsgestir hafa lítinn rétt til að krefj-
ast þess af leikurum hér, að þeir eyði
frístundum sínum í leikstarfsemi ár
eftir ár og oft við ill starfsskilyrð .
En það er með leiklistina sem aðrar
hstir, að afsakanir eru ekki teknar ti!
greina. Úr því að fólk er á annað
borð að fást við slíka hluti, verður
að álykta, að það sé fyrst og frems:
af ást á listinni, og hver sem geri:
slíkt í einlægni, afsakar ekki það
versta né finnst það bezta of gott.
Ollum getur yfirsézt, en þegar um er
að ræða sýnilega handvömm, sem
hefði verið í lófa lagið að hindra
t. d. með einni prófsýningu, þá
freistast maður til að halda, að eitt-
hvað annað sjónarmið en listin sé
haft að leiðarstjörnu. Sviðsútbúnað-
ur var t. d. með þeim endemum, að
annað eins hefur aldrei sézt hér og
hefði verið nægilegt til að eyði-
leggja leikinn, þótt allt annað hefðt
verið fullkomið! Sum gervin voru
einnig mjög óvandvirknisleg. Ekki