Blik - 01.05.1967, Side 248
246
BLIK
var annað sýnilegt en sumir leikend-
urnir hefðu gersamlega misskilið
hlutverk sín. Þó brá fyrir ágætum
glömpum t. d. hjá Jónheiði Scheving
í fyrsta þætti og Valdimar Astgeirs-
syni í þriðja þætti. Leikur Guðfinnu
Thorberg hefði sómt sér á hvaða
leiksviði sem var, en því miður bar
hún hvert svið svo ofurliði, að leik
urinn sem heild varð því verri sem
hún lék betur.
Eg hafði á tilfinningunni, að okk
ar gömlu góðu leikarar væru ó-
ánægðir með hlutverk sín og allan
leikinn. Má vera, að þeim hafi fund-
izt hann annarlegur og óviðfelldinn.
Víst er, að hann stingur mjög í stúf
við Lénharð fógeta og Mann og
konu. Hvernig sem því er farið, er
þess að vænta, að L. V. taki til með-
ferðar verkefni við sitt hæfi, sem
leikendurnir geta lifað sig inní af
lífi og sál, en sói ekki tíma og kröfr-
um á þann hátt sem nú hefir verið
gert. Þá efa ég ekki, að við eigum
eftir að sjá, að hér eru hæfileikar og
vilji til að nota þá í þágu göfugrar
listar".
Eyjablaðið 17/3 1949-
Ég sá ekki þennan leik sjálfur, en
hefi spurt marga um álit þeirra á
honum, og ber öllum saman um, að
hann hafi verið misheppnaður.
Sjaldgæft fyrirbrigði í leiklistarstarfi
Eyjamanna. Það hafi ekki verið eitt
heldur allt, sem gerði leikmeðferðina
ómögulega. En sem betur fór, varð
þetta ekki rothögg á félagið. Starf-
semin hélt áfram og leiddi til stórra
listrænna sigra L. V. —
Ferðafélag templara á ferð
í Eyjum
Arið 1949 þann 17. maí kom hingað
ferðafélag templara úr Reykjavík.
Það var 18 manna hópur og sýndi
hann hér sjónleikinn „Hreppstjór-
inn á Hraunhamri" eftir Loft Guð-
mundsson. Leikendur voru 8, að-
stoðarmenn og auk þess 5 manna
hljómsveit. Lék hún mest ísl. lög a
undan sýningunni og milli þátta. Er
það fremur óvanalegt, enda gerðu
leikhúsgestir góðan róm að því fyrir-
komulagi þessa leikflokks. Sýningu
leikritsins var og ágæta vel tekið.
Dans var á eftir leiksýningunni, ein-
hver sá fjölmennasti dansleikur sem
haldinn hefir verið hér á mánu-
dagskvöldi og komið fram á sumar.
Fólk þetta kom með flugvél kl. 18,
og beið flugvélin eftir þessum
skemmtikröftum til kl. 02.00 um
nóttina, en þá lagði það af stað til
Reykjavíkur aftur. Gekk allt þetta
ferðalag leikflokks templara að
óskum.
Þetta leikrit, „Hreppstjórinn á
Hraunhamri", fékk nú allt aðrar við-
tökur, en þegar L. V. sýndi það hér
1944. Það verður að segja hverja
sögu eins og hún gengur. Ferðafélag
þetta lék leikritið mun betur en L. V.
hafði gert. Þó hefir það varast verið
ástæðan fyrir hinni gífurlegu aðsókn
ssm að skemmtaninni var, heldui
hitt, að hljómsveitin var með í för-
inni. Það var trompið. Auk þess var
svo auðvitað nokkuð nýjabrum að
þessu, og lét ungt fólk í Eyjum það
glögglega í ljós. Þarna voru ungir