Blik - 01.05.1967, Side 252
250
BLIK
Leikendur í Kinnarhvolssystrum
I. Fullorðið fólk. Standandi frá vinstri: 1. Stefán Arnason, 2. Unnur Guðjónsdóttir,
3. Einar Pálsson, leikstjóri, 4. Valdimar Astgeirsson, 5. Gunnar Sigurmundsson. —
Sitjandi frá\ vinstri: 1. Sigurður Olafsson, 2. Vilborg Einarsdóttir, 3■ Kristján Georgs-
son, 4. Ragnheiður Sigurðardóttir, 5. Marlaug Einarsdóttir, 6. Páll Steingrímsson,
7. Guðlaug Runólfsdóttir, 8. Unnsteinn Þorsteinsson. —— Börnin frá vinstri: 1.
Mary Njálsdóttir, 2. Viktoría Jóhannsdóttir, 3. Sonja Gránz, 4■ Aðalsteinn Brynjólfs-
son, 5. Friðrik Jónsson, 6. Gísli Guðlaugsson, 7. Bergmann Júltusson.
víkur og lék þar og víðar, eins og
hann gerði fyrir utanför sína.
Leikfélag Vestmannaeyja fékk
búningana til Kinnarhvolssystra lán-
aða frá Hafnarfirði.
Frumsýning á „Kinnarhvolssystr-
um" fór fram í samkomuhúsinu 22.
sept. 1950. Umsögn um leikinn úr
Eyjablaðinu 23. sept. 1950:
„Kinnarhvolssystur" er ævintýra-
leikur af lélegra taginu, þýddur á
tungutak sem er óþjált í munni
og hljómar ankannarlega, margar
sviðsbreytingar og langar, lélegar
aðstæður við æfingar — og samt er
þetta hægt, já, meira en það. Það
var mjög ánægjulegt að vera í leik-
húsinu í gærkvöldi. Eg fullyrði að
hér gat að líta beztu tilþrif, sem hér
hafa sézt á sviði.
Fyrir réttum mánuði settist lítil
flugvél hér á flugvöllinn og út úr
henni steig ungur maður íturvax-
inn, Einar Pálsson leikari. Hann var
hingað kominn til að færa á svið
ævintýraleik þann, er að ofan grein-
ir. Hann gaf þegar út svohljóðandi
dagskipan: „Æfa á hverju kvöldi og
mæta á mínútunni. Þakk."
Nú er einn mánuður ekki langur
tími til æfinga, sízt þegar í hlut á
fólk, sem varla eða ekki hefur komið