Blik - 01.05.1967, Síða 253
BLIK
251
á leiksvið fyrr. Ég veit ekki, hvað
það hefur kostað leikstjórann að
töfra út úr fólkinu það sem við sá-
um í gærkvöldi og því síður
hvað það hefur kostað leikendurna
að hlýða töfrasprota hans. En til
þess að slíkt sé hægt og mögulegt
þarf vilja og hæfni beggja aðila. I
heild ber sýningin þess vitni, að
hvorttveggja var fyrir hendi. Svið-
setning þessa leiks ber öll þess merki
að hér hefir verið að verki maður,
sem veit hvað hann vill og hefur lag
á að framkvæma það! Meðal leik-
endanna eru tveir, aðeins tveir menn,
sem kalla má sviðsvana, þá Stefán
Arnason og Valdimar Ástgeirsson.
Valdimar er allgóður í bóndanum,
gervið afbragð, framsetning skýr,
mætti þó vera svolítið innilegri, þeg-
ar því er að skipta.
Stefán kemur fyrst fram sem
málmnemi, dauft hlutverk en ég
held það vanti það dularfulla við
þessa persónu, gervið ekki gott og
kannske er það líka nóg. Förumaður-
inn er aftur á móti ágætur, rómur
og látbragð, en bjartari yfirlitum
hefði hann verið sterkari. Leikur
bergkonungsins er aðallega falinn
í framsetningu, og leysti Stefán það
með prýði. Ingigerður, Mally Einars-
dóttir, og Gustaf, Páll Steingrímsson,
voru sem maður segir lýtalaus og það
er meira en hægt er að segja um
byrjendur almennt. Þeir Jóhann,
Gunnar Sigurmundsson og Axel,
Kristján Georgsson, meðan þeir
voru ungir menn voru báðir góðir,
léttir og frískir, Kristján mætti þó
temja sér skýrara málfar, en þegar
aldurinn færist yfir þessa herra,
vantar að þeir séu dálítið silalegri.
Gervi Axels sem gamals var gott,
en Jóhanns gamals miður gott. Leik-
ur beggja var nokkuð jafn til enda.
Þó held ég, að Jóhann mætti vera,
sýna, meiri tilfinningu, þegar hann
sér ástmey sína eftir öll þau ár. Jó-
hanna litla, Ragnheiður Sigurðar-
dóttir, var elskuleg, bros hennar og
viðmót sigursælt og ætti nokkur sál
skilið gjafir bergkonungsins og
gæfu, þá var það hún. En hún gæti
verið enn betri, ef hún næði meira
valdi á rödd sinni, tónninn er held-
ur sléttur. Þetta var Jóhanna unga.
Jóhanna gamla var miklu betri en
við var að búast og var gervið þó
klaufalegt. Ragnheiður hefur varla
komið á svið áður, en ég spái, að hún
eigi eftir að hressa oftar upp á þetta
leiksvið.
Ulrikka er langstærsta og veiga-
mesta hlutverkið. I raun og veru er
leikurinn aðeins rammi utan um
hana, allt stendur og fellur með
henni. Það þurfti því dirfsku að velja
í þetta hlutverk konu, sem vissi ekki
hvað leiksvið var. En í þetta skipti er
heppni L.V. ekki einleikin. Unnur
Guðjónsdóttir kemur beint úr eld-
húsinu og upp á leiksviðið og skilar
hlutverki sínu með slíkum ágætum,
að ég efast um að það verði betur
gert. Þetta eru kannske stór orð, en
þau mega líka vera það. Frá byrjun
til enda er leikur hennar allur svo
öruggur að maður gleymir því, að
hún sé að leika, þetta er að gerast.