Blik - 01.05.1967, Page 254
252
BLIK
Úr Kinnarhvolssystrum
Gunnan og Unnur.
I____________________________
Luntinn á henni heima á Kinnar-
hvoli, á fjallinu, þegar hún heit af
göngunni, ákallið á bergkonunginn,
svipur hennar við margskonar brigði,
raulið við rokkinn. Hér er ekki við-
vaningsbragurinn. Og þegar hún
stígur fram fyrir þröskuldinn eftir
25 ár, nötrandi á beinunum, skjálf-
andi með ekka og hrollstunur, þá
fyllir hún húsið af kuldagusti. Og
svo þegar hún að lokum kemur fram
undan klettunum? Hvílík uppmál-
uð hryggðarmynd. Hún drottnar yfir
hverju sviði og hrífur mann með sér
hvort sem maður vill eða ekki. I
sem fæstum orðum sagt: Tilkoma
hennar á leiksviðið er einstæður við-
burður í leiklistarsögu Eyjanna.
Lýsing sviðsins var miklu betri
en við höfum áður séð, leiktjöldin
góð eftir ástæðum. Dans púkanna
sterkur. Kunnátta alíra betri en
nokkurntíma áður.
Sem sagt! Það ber að þakka L.V.
fyrir þann dugnað að ráðast í þessa
sýningu, þakka forsjóninni fyrir að
velja handa okkur Einar Pálsson.
Mætti hann koma hingað sem oft-
ast í framtíðinni. Það ber að þakka
öllum af heilum hug, sem á einn
eða annan hátt hafa stuðlað að því
að lyfta leikmennt þessa bæjar á
nýtt og hærra stig."
Svo mörg voru þau orð Eyjablaðs-
ins. Af þeim sjáum við, að enn lifa
og hrærast góðir leikarar í Eyjum,
fólk, sem þorir, sýnir þrek og sigrar.
Eins og gefur að skilja voru fleiri,
sem töluðu um þetta leikrit L.V.
Kinnarhvolssystur og leikstjóra þess.
Væri ekki úr vegi að koma hér með
fleiri umsagnir og fá ályktanir fleiri
manna fram í dagsljósið um starf
L.V.
Þann 27. sept. 1950 segir Sv. G.
m. a. í Framsóknarblaðinu:
„L.V. hafði frumsýningu á Kinn-
arhvolssystrum s. 1. föstudagskvöld
undir stjórn Einars Pálssonar frá
Reykjavík. Með þessu leikriti hefst
nýr þáttur í starfi L.V. og annarra
leikfélaga úti á landi og hjá okkur
hér fyrir sunnan landið úti í hafs-
auga. Bandalag ísl. leikfélaga hefir
verið stofnað með það fyrir augum,
að auðvelda leikfélögum að starfa
þannig að lána þeim ýmislegt til
leiksýninga og útvega þeim leik-
stjóra, kunnáttumenn í starfinu.