Blik - 01.05.1967, Síða 256
254
BLIK
höfum enn fengið eina sönnun fyrir,
að hér leynasr kraftar til stórátaka,
sé þeim veitt athygli og þeir leystir
úr læðingi af þeim mönnum, sem
kunna að beita þeim samkvæmt eðli
og efni hvers vanda sem viðfangs-
efnin kref jast á sviðinu.
Skr. með hliðsjón af samtíma um-
sögnum manna í Eyjum og skoðun
undirritaðs".
Leikfélag Vestmannaeyja 40 ára
í tilefni af þessum tímamótum í
starfsemi L. V. segir Þorst. Þ. Víg-
lundsson í Framsóknarblaðinu 11.
okt. 1950 m. a.:
„Vissulega liggur mikið og merki-
legt menningar- og félagsstarf að
baki Leikfélagsins hér. Það hefir þó
jafnan búið við erfið starfsskilyrði,
enda þótt rétt sé að viðurkenna með
þakklæti þá bót, sem á þeim var ráð-
in, þegar Arsæll Sveinsson hafði lát-
ið byggja Samkomuhúsið. Þar hefir
L. V. notið framtaks, sem komið var
fram af miklum pólitískum áhuga
athafnamanns.
Starf L. V. hefir verið tvíþætt.
Starfsemi þess hefir leyst úr læðingi
listræn öfl, leiklistargáfur, sem
leynzt hafa eða blundað hér með
Eyjabúum. A leiksviði hér hefir
margur yngri og eldri getið sér góð-
an orstír í þjónustu L. V. og fundið
vakna og glæðast með sér listræna
hæfileika, sem áður höfðu lítið gert
vart við sig. En þetta er aðeins önn-
ur hlið félagsstarfseminnar. Leikfé-
lagið hefir sýnt merkileg leikrit með
góðum tilþrifum og listrænni með-
ferð, sem orkað hafa á hugi fólksins
og glætt skilning þess á mannlegu
lífi, fyrirbrigðum þess í blíðu og
stríðu, „sælu og synd."
Slíkt menningarstarf verður aldrei
metið að verðleikum. Ávextir þess
aldrei taldir tölum. Þannig er því
varið um allt það starf, sem miðar
að því að koma okkur mönnunum
til nokkurs þroska — auka mann-
gildið.
Leiklistarstarf krefst mikils tíma.
Hér hefir allt þetta starf verið innt
af hendi í hjáverkum. Hér hafa
tómstundirnar oft og tíðum orðið að
eign og auði, sem öllu gulli er verð-
mætara.
Leikstarfsemi, sem eingöngu er
innt af hendi í tómstundum og hjá-
verkum, krefst mikils fórnarvilja og
áhuga fyrir leiklistinni, þessum list-
ræna þætti mannlegs sálarlífs. Laun-
in fyrir starfið eru jafnan lítil á efna-
lega vísu. Þau felast meir í starfinu
sjálfu, eru fólgin í þeirri ánægju,
sem það veitir að gleðja aðra, veita
þeim skilning og glæða kenndir,
sem auka manngildið og milda
mannlífið.
L. V. sýnir um þessar mundir leik-
ritið Kinnarhvolssystur eftir sænska
skáldið C. Haugh. Ekki er mér kunn-
ugt, hvort sýningin stendur í nokkru
sambandi við 40 ára afmælið, en mig
langar að spinna nokkrar hugleið-
ingar um efni þess."
Síðan rekur höfundur efni leikrits-
ins, sem fjallar um kjarnann í mann-
legu sálarlífi, sjúkleika mannsins 1