Blik - 01.05.1967, Page 259
Þorsteinn L. Jónsson:
(Jott er með goðu fólkí
Hjónin í Suðurgarði í Vestmannaeyjum,
Jón Guðmundsson og Ingibjörg Dónsdóttir
1.
Hafir þú aldrei á lífsleiðinni hitt
mann eða konu, sem Ijóma af mann-
gæðum, þá hefur þú farið mikils á
mis. En sem betur fer, held ég þeir
séu sárafáir, sem eru svo fátækir.
Vegna þess er ég líka sannfræður
um það, að ekkert sé jafn heillandi
eins og að kynnast þvílíku fólki,
enda er fátt, sem hefur ljúfari áhrif
en viðkynningin við það. Lifandi og
langæ merla þau áhrif innan um
aðrar ógleymanlegar minningar og
gera okkur beinlínis að betri mönn-
um.
Það er óhjákvæmilegt, að þetta
fólk geri okkur annað en gott. Það
er engu líkara en það gjörbreyti
gjörvöílu andrúmsloftinu kringum
sig með góðhug sínum og breytni,
svo að allt byrjar að ilma af mildi og
öryggi í návist þess. Það veit sjálft
bókstaflega ekkert af þessum per-
sónutöfrum og það ætlast heldur
ekki til neins af okkur í staðinn.
Það brosir hlýtt við okkur, en
e. t. v. ekki með neinu sjáanlegu
brosi, og það er heldur ekki bros,
sem er á veiðum sér til vinsælda,
því að það brosir jafnframt og ekki
sízt með sínu innra brosi, — brosi
fagurrar sálar, sem lifir sjálfa sig inn
til mín, til skilnings á mér og til
samfélags við mig. Það eru mildin
Af hafi komin hér,
heimslán brygðult er.
A lokadaginn lítill hlutur, —
langur róður, — hroðinn skutur.
En sköpum er nú skipt
og skuggablæjum svift.
Stýrir þjóða og himna hæstur
henni stendur þarna næstur.
Ljómar ljósið blítt
í lífið hennar nýtt.
Búin nauð, en nú er fagur
nóttlaus runninn sumardagur.
Beggja skauta byr
býðst — og „Skeiðin" kyrr —
til Bjartalands, sem brosir handan
við brotsjóinn og feigðargrandann.
Þorsteinn L. Jónsson
17