Blik - 01.05.1967, Qupperneq 261
BLIK
259
ingjusamir að fá að kynnast því og
njóta manngæðanna, sem það átti í
svo ríkum mæli. Og þótt ekki fari
háværar sögur af þessu fólki, á það
engu síður stórslegna og merkilega
sögu, sem kallar á okkur til frásagn-
ar ,a. m. k. þau brot úr lífi þess, sem
orkaði á okkur dýpst. En enginn höf-
undur er betri en sá, sem geldur með
lífi sínu fyrir efni sögu sinnar.
2.
Guðmundur hét maður og var Guð-
mundsson, fimmti maður frá Högna
prestaföður, en ekki verður getið
ættar hans nánar hér. Bjó hann á
Voðmúlastöðum í Austur-Landeyj-
um. Hann var talinn bóndi góður og
ötull verkmaður, en hvorki ríkur né
fátækur. Fara meiri sögur af honum
sem góðum manni og hjálpsömum,
heldur en búhöldi, því að hann vildi
hvers manns vanda leysa, þegar til
hans var leitað. Hann var tvígiftur
og hafði átt tvær systur. Fyrri kona
hans hét Guðrún, en hin síðari Mar-
grét, og voru þær báðar Jónsdætur.
A þeim árum gengu yfir landið
banvænir faraldrar, sem einkum
lögðust þungt á ungbörn, og verður
sú harmasaga ekki rakin hér. En þau
barna Guðmundar, sem upp komust,
gat hann með Margréti, síðari konu
sinni, og voru þau tvö, dóttir, sem
Guðrún hét eftir fyrri konu hans, og
sonur, sem Jón hét, heitinn eftir
móðurafa sínum.
Systkinin ólust upp í foreldra-
húsum á Voðmúlastöðum við svipuð
kjör og alþýða fólks átti við að búa
um þær mundir. En þegar þau voru
milli tektar og tvítugs, dó móðir
þeirra, og stóð nú Guðmundur uppi
í annað skipti ekkjumaður. Tók
þá Guðrún við öllum búsýsíustörf-
um hjá föður sínum innan húss,
þótt ung væri. Fórst henni það vel
úr hendi, enda var hún fljótt hið
mesta mannsefni, björt yfirlitum
og fríð sýnum.
Guðmundur var svo mikill barna-
vinur, að til hans var jafnað í þeim
efnum og löngu eftir hans dag. Er
enn í frásögur fært það, sem Ingi-
björg tengdadóttir hans sagði við
Jóhann son sinn, þegar hann var að
gera brúðkaup sitt: „Á því hefði ég
trú, Hanni minn, ef þú eignast ein-
hverntíma son, að þú látir hann
heita eftir honum Guðmundi afa
þínum. Svo góður var jafnan sá andi,
sem hann hafði til barnanna, að ég
er sannfærð um, að enn muni bless-
un og farsæld fylgja nafni hans."
En Guðmundur var engu síður vin-
sæll í hópi hinna eldri, því að hann
var einn þeirra nærgætnu manna,
sem allir vildu fegnir eiga sér til
fulltingis, þegar eitthvað bjátaði á
um heilsufar, því að hann reyndist
þá oft hinn bezti læknir. Var hann
ávallt sóttur, þegar snögg veikindi
eða slys báru að höndum. Þá var fátt
lærðra lækna og erfitt til þeirra að
sækja, enda voru læknishéruðin víð-
áttumikil, og vegleysur og vatns-
miklar ár hinar mestu torfærur, en
„Þarfasti þjónninn" eina farartækið.
Oft þurfti hann að búa um bein-