Blik - 01.05.1967, Page 263
BLIK
261
ingarviði, ávaxtarén svignuðu undan
aldinum eins og í Eden forðum og
þar klæjaði mann í iljarnar undan
gullinu, sem gengið væri á!
Bjarni fann nú umheiminn anda
til sín þessum ilmi úr fréttum vest-
urfaranna, sem lofuðu gulli og
grænum skógum. Þarna var hans
draumaland. Þar mundi hann geta
neytt hæfileika sinna og væri ekki
lengur bundinn í báða skó.
Sagði nú Bjarni jörð sinni lausri
og hélt til Vesturheims ásamt börn-
um sínum. En ekki hefur þetta orð-
ið sársaukalaust, því að Katrínu brast
kjark til að fylgja manni sínum og
börnum út í óvissuna. Hún hefur
víst ekki heldur getað fylgzt með
honum, þegar hann byrjaði að reisa
skýjaborgir sínar um nýtt líf og
glæsilegt í framandi landi, langt
vestan við sól og mána.
Guðmundur á Voðmúlastöðum
undi ekki öllu lengur á þeim stað,
þar sem dauðinn hafði svo oft högg-
ið í sama knérunnann. Þar hafði
hann orðið að horfa upp á lík barna
sinna, sem höfðu látizt skömmu eftir
að þau sáu ljós þessa dags, og loks
höfðu þung örlög svift hann báðum
ævifélögum hans. Nú var hann far-
inn að eldast og þreytast og vildi
komast í nýtt umhverfi, ef hann með
því gæti dreift og gleymt að nokkru
hörmum sínum. Hann fékk bygg-
ingarbréf fyrir Kirkjulandi og flutt
ist þangað ásamt börnum sínum
Guðrúnu og Jóni, og varð Guðrún
áfram bústýra hans. Gerðist þetta í
fardögum vorið, sem Bjarni flutti
vestur um haf, en Katrín fékk að
vera áfram til húsa á Kirkjulandi í
skjóli Guðmundar og systkinanna,
sem hún batt vináttu við til æviloka.
4.
Tveir eftirtektarverðir smíðisgrip-
ir eru til eftir Bjarna á Kirkjulandi,
sem munu lengi halda nafni hans á
loft og bera hagleik hans ótvírætt
vitni, svo að ekki er geipað af hæfi-
leikum hans. Er annar gripurinn
klukka, en hinn útskorin rúmf jöl.
Klukkan er smíðuð að fyrirmynd
þeirra klukkna, sem löngum hafa
verið kenndar við Borgundarhólm.
Stendur hún á gólfi, gengur fyrir
lóðum og er dregin upp á átta daga
fresti. Utan um klukkuna var smíð-
aður fallegur kassi, málaður í bláum
lit í grunninn, en flúraður rósum á
framhlið og hefur verið hin mesta
stofuprýði. Skífuna og allt verkið
smíðaði Bjarni í höndunum, og er
það bezta sönnun þess, hver snill-
ingur hann var. En þegar vestur
kom, er sagt, að hann hafi einnig
smíðað klukku með svipuðu sniði,
sem sýndi ýmislegt fleira en tímatal í
mínútum og stundum.
Rúmfjölin er skorin út af miklum
hagleik. Hún var upphaflega máluð.
Var grunnurinn svartur, en rósir
grænar, og var þetta rúmfjöl konu
Bjarna, en rúmfjalir þóttu miklir
nauðsynjahlutir í þá daga. Sjálfsagt
hefur Bjarni smíðað margan spón-
inn og askinn um dagana, sem hann
hefur þá einnig myndskreytt með