Blik - 01.05.1967, Qupperneq 265
BLIK
263
Jón Brandsson var búhöldur hinn
bezti og athafnamaður, smiður á
tré og járn. Frá Landeyjasandi hafa
verið stundaðir sjóróðrar allt frá
landnámstíð og svo var enn og allt
fram undir 1930, en fór þá minnk-
andi upp úr heimsstyrjöldinni fyrri,
unz þeir lögðust alveg niður upp úr
1930. Voru það einkum bændur,
sem bjuggu fram við sjávarsíðuna,
sem gegndu þarna forustuhlutverki
útvegsbænda. Þessi útvegur var þó
ekki stundaður beinlínis sem at-
vinnuvegur, heldur fyrst og fremst
til þess að afla fiskmetis til heimilis-
þarfa, enda hefur fiskur jafnan
gengið þarna fast upp að ströndinni
og því stutt að sækja þegar gæftir
komu. En þær voru stopular, enda
ströndin fyrir opnu hafi og hafn-
laus með öllu.
En fiskurinn var mikill og blessuð
björg fyrir þessar sveitir. Kom sér
það vel að fá í soðið nýjan fisk á út-
líðandi vetri, þegar mörg heimili
fóru að verða bjargarlaus. Hefur
þetta útræði þá ííka bjargað mörg-
um heimilum frá hreinum skorti eða
vorsníkjum eins og það var líka kall-
að, og má geta nærri, að gómsætur
hefur hann þá reynzt nýi fiskurinn,
og svo kúttmagarnir. Og þá mun
þorskalýsið hafa mörgum bjargað
frá hreinni kröm og langvarandi
heilsutjóni.
Bændur á sjávarbæjunum voru
margir hverjir formenn og áttu skip-
in sjálfir að einhverju eða öllu leyti,
en það voru sex og upp í tíu-manna-
för, sem einkum voru notuð á vetr-
arvertíðum, rammbyggð skip og
traust.*
Jón Brandsson þótti á sinni tíð
skara mjög fram úr sem dugandi og
aflasæll formaður, djarfur, en sjó-
maður góður, heppinn og farsæll.
Bátur hans hét Bæringur og var hið
traustasta sjóskip. Var orð á því haft,
að sjaldan kæmi hann með blautan
bagga úr Sandi.
Jón Brandsson hefur sjálfsagt ekki
getað unað því að þurfa að sitja oft
dögum og vikum saman í landi án
þess að komast út á miðin, sem voru
aðeins fáa faðma frá landi eða svo
gott sem, en verða vegna hafnleysis
að sjá Eyjabátana hlaða beint fyrir
framan augun á sér dag eftir dag og
geta ekki aðhafzt, enda blæddi þetta
fleirum í augum. Urðu því nokkrir
til þess, sem átm heimangengt, að
fara með skip sitt og áhöfn til Eyja
og róa þaðan vetrarvertíðina, og hélt
Jón skipi sínu Bæringi til Vest-
mannaeyja og gerði út þaðan margar
vertíðir.
Þegar húsbóndinn fór þannig að
heiman langdvölum, tók hann jafn-
an með sér allt karlmannalið, og
skyldu konur og börn annast heim-
ilisstörfin og gegningar. Urðu þá
eiginkonurnar að gegna báðum hlut-
verkunum, húsfreyjunnar og bónd-
ans. Guðrún Bergsdóttir var mikil-
hæf kona og skörungur til allra
búverka og enginn eftirbátur manns
* Stóðu þessir menn líka betur að vígi
um smíði skipa, því að þarna voru feng-
sælar rekafjörur, en menn þá ekki of
ríkir til að hagnýta sér rekann.