Blik - 01.05.1967, Side 266
264
BLIK
síns að dugnaði og kjarki. Lét hún
sig ekki muna um að bæta þessu á
sig, enda gegndi hún með sóma þess-
um húsmóðurskyldum um margra
ára skeið og síðustu árin sem búandi
ekkja.
7.
Jón Guðmundsson á Kirkjulandi og
Ingibjörg Jónsdóttir í Hallgeirsey
lögðu hugi saman og giftust haustið
1892 — og fluttu út til Vestmanna-
eyja.
Þá um vorið hafði orðið sú breyt-
ing á, að Guðrún systir Jóns hafði
trúlofast ágætum manni, Jóni Þor-
steinssyni frá Rimakoti. Ætluðu þau
að hefja búskap á Kirkjulandi vorið
eftir. Mun þetta hafa orðið til þess,
að Jón og Ingibjörg réðu af að
flytja úr sveitinni og setjast að í Eyj-
um. Réðist Jón þá til Kristjáns í
Klöpp og réri með honum á Far-
sæli, einu Vestmannaeyjaskipanna,
en Ingibjörg varð vertíðarkona hjá
föður sínum. Hann var þá orðinn
svo mikill athafnamaður, að hann
hafði keypt eða byggt tómthúsið
Hólshús, sem þá hét víst París. Bjó
hann þar ásamt skipverjum sínum,
og varð þetta fyrsta heimili ungu
hjónanna, Jóns og Ingibjargar, og
var það meining þeirra að setjast
þarna að fyrir fullt og allt.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er.
Svo bar við laugardaginn fyrir
páska, veturinn 1893, að Jón
Brandsson kom undan Sandi um
miðjan dag og sem oftar með hlaðið
skip. Sjóveður var eins gott og það
gat verið bezt. Er þeir höfðu komið
aflanum í land, réru þeir hið bráð-
asta aftur til sömu miða. En þetta
varð hans síðasta ferð — hann
drukknaði í útróðrinum þennan dag
á leið heim.
Þeir höfðu lent í örum fiski og
hlóðu skipið á skammri stundu og
héldu svo heim. Var þá komin lítils-
háttar kæla og voru þeir undir segl-
um, en útnorður af Faxaskeri og í
námunda við það fyllti bátinn og
fórust þar allir.
Þetta sama vor og fáum dögum
eftir þennan atburð fórst annað skip
úr Landeyjum. Formaður á því var
Sigurður Þorbjörnsson frá Kirkju-
landshjáleigu.
Þá tíðkaðist talsvert í Landeyjum
og undir Eyjafjöllum, að formenn
fóru með skip sín til Eyja á útlíð-
andi vertíð, um eða upp úr sumar-
málum til þess að færa björg í bú,
sem víðast var kærkomin, enda
lítið orðið til af ætu nema mjólkur-
dreitillinn, ef einhver var.
Sigurður var að leggja í slíka ferð,
þegar hann fórst. Hvolfdi þeim á
útrifinu og drukknuðu allir. Sann-
aðist og hér sem svo oft endranær,
að ekki verður feigum forðað, né
ófeigm í hel komið. Tveir af mönn-
um Sigurðar höfðu orðið of seinir í
Sandinn og komust því ekki út með
honum. En aðrir tveir, Eyfellingar,
voru þarna og fengu að fljóta með,
fyrst svona stóð á.
Þótt Austur-Landeyjar hafi jafnan
verið þéttbýll hreppur og allfjöl-