Blik - 01.05.1967, Qupperneq 267
BLIK
265
mennur, munar að sjálfsögðu um
minna en þrjátíu mannslíf svo að
segja í einu. Var þetta vissulega ó-
venjumikil blóðtaka og djúpt og
mikið sár, sem lengi var að gróa um
heilt. Þarna fórust tveir mikilhæf-
ustu formenn Landeyinga á þeirri
tíð og með þeim hörkuduglegir úr-
valsmenn á bezta aldri, enda réðust
aldrei til slíkra formanna aðrir en
útmetnir sjómenn, sem kunnu að
taka í árinni og höfðu þrek til að
berja sjóinn í hvaða tvísýnu sem var,
án þess að gefast upp eða guggna,
þegar í harðbakkann sló.
Með Sigurði Þorbjarnarsyni fórust
þarna tveir bræður frá Rimakoti og
var annar þeirra Jón, sá sem fyrr er
nefndur, unnusti Guðrúnar á Kirkju-
landi, sem þá um fardaga skyldi taka
við jörð og búi af tengdaföður sín-
um tilvonandi.
Fór hér svo sem oft fyrr og síðar,
að oft er fljótt að skipta sköpum.
Og þótt mennirnir haldi sig geta
hugsað fram í tímann og haldið ná-
kvæmar áætlanir, reyna menn það
ósjaldan, að óvænt er tekið í taum-
ana og stýrt inn á aðrar leiðir en
ætlunin var að fara. Og svo fór hér
og víðar en ég kann gjörla skil á, því
að hann var ekki fámennur hópur-
inn, sem svall sorg í sefa við að sjá
á bak maka og fyrirvinnu fjöl-
mennra fjölskyldna og ómegðar. En
þótt við fáum hér að vita fæst um
það, getum við farið nærri um, að
þessir atburgðir breyttu miklu í
framtíðaráætlunum Jóns og Ingi-
bjargar.
Guðmundur á Kirkjulandi, sem
nú var orðinn töluvert við aldur og
all mæddur, sá sér þann kost vænst-
an að kalla til sín Jón son sinn og
biðja hann og ungu konuna hans að
setjast í bú sitt með sér og dóttur
sinni, sem þá var komin að falli.
Létu Jón og Ingibjörg strax til-
leiðast, því að aldrei þurfti að spyrja
um fúsleika þeirra hjóna, né eftir
að ganga, er til þeirra var leitað, til
þess að leysa vandræði annarra, —
hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu
nánustu ættingjar hlut að máli og
líklega engra jafngóðra kosta völ
sem þeirra, úr því sem komið var, en
að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau
byrjuðu þá um vorið búskap sinn á
Kirkjulandi.
Þar voru fyrir í heimili auk feðgin-
anna, Katrín, sem fyrr er getið, og
einnig mæðgur tvær, fullorðin kona,
Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður
Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu
ungu hjónin með sjö manns í heim-
ili og hefur margur byrjað með
minna og fjölgaði óðum, því að
bráðlega kom að því, að Guðrún
yrði léttari.
Þetta sumar ól hún dóttur, sem
látin var heita Jónína eftir föður
sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel
á sig komin og hin mesta fríðleiks-
kona, er hún komst á legg. Varð hún
fyrri kona Guðmundar Tómassonar
skipstjóra, en hjónaband þeirra varð
stutt. Hún lézt af barnsförum 10.
maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára
hjónaband, — og dó barnið litlu
síðar. Jónína var mikil mannkosta