Blik - 01.05.1967, Page 268
266
BLIK
kona og öllum harmdauði, sem
henni kynntust.
Atta vikum eftir að Jónína fædd-
ist, ól Ingibjörg manni sínum son,
sem skírður var Jón Jóhann og jafn-
an af vinum og kunningjum kallað-
ur Hanni. Og hálfu öðru ári síðar
fæddist þeim hjónum dóttir, sem
skírð var Margrét Marta.
Liðu svo tímar fram, og bjuggu
þau hjónin við sæmilegan kost og
undu glöð við sitt, enda var innileg
heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt
af því sem fyrst og fremst einkenndi
samlíf þeirra alla tíð. Þau voru
hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei
eftir þessa heims auði, heldur aðeins
að mega fá sinn deilda verð, svo að
þau mættu vera veitandi fremur en
bónbjargarfólk. Og þeim var gefið
að komast þannig af, en með stakri
iðni þó og nýtni á öllum sviðum.
Ennfremur var þeim báðum gefin
sú gleði hjartans, sem veit sig ör-
ugga í trausti til handleiðslu forsjón-
arinnar, en öll þvílík gleði gjörir fá-
tæka menn ríka og auðuga menn
hamingjusama. En þetta er einmitt
sá lífsförunautur, sem ann því að
mega blanda geði við aðra, fyrst og
fremst svo, að þeim megi vinnast til
góðs og farsældar.
A Kirkjulandi bjuggu þau um
fimm ára skeið.
9.
Osjaldan fá menn að þreifa á merki-
Iegum staðreyndum, sem hvergi ger-
ast annars staðar en í lífi fátækra
þjóða, sem mestan sinn aldur eiga í
vök að verjast um afkomu sína til
hnífs og skeiðar. Og þótt mönnum
finnist e. t. v. flestum það vera ris-
lágt athafnalíf, sem einkum seilist
eftir munnbitanum til þess að seðja
hungur sitt með og metur til munn-
bita einungis hvaðeina, sem lífsbar-
áttan reynir að gylla fyrir mönnum,
og muni þá líka hugsjónir og and-
legur þroski vissulega fara þar eftir
í lákúru og afdalaskap, reka menn
sig engu að síður miskunnarlaust á
þann lygilega sannleika, að þar gef-
ur að líta fólk, sem þrátt fyrir naum-
an kost til fæðis og klæðis, kemur
fram við gesti sína og gangandi af
svo siðfágaðri rausn og velvild, sem
ætti helzt að þekkjast í kóngshöll og
alls ekki í koti karls eða kerlingar.
En þetta kennir nú okkur okkar eig-
in saga og betur en nokkru sinni
fyrr vegna hinna breyttu tíma. En
sagan kennir okkur, að fyrir of-
gnægð hafa menn gleymt því, að í
hverjum munnbita er falinn fjársjóð-
ur vinnandi handa og framtaks. En
hvað hugsjónir og andlegan menn-
ingarþroska snertir, náðu okkar and-
legu afrek mestu gengi, einmitt með-
an verðgildi munnbitans stóð hvað
hæst í mati og nær eingöngu vegna
skortsins, er beið við hvers manns
dyr og vegna meðfæddrar óbeitar á
að komast á vonarvöl.
Enginn óskar eftir þessum tímum
aftur. Og enginn skilur af hverju
þetta skuli hafa verið svona. Hvað
er það, sem rekur menn til þess í
sulti og neyð að fara að skrifa á blað
einhver fræði, sem aldrei verða lögð