Blik - 01.05.1967, Page 269
BLIK
267
sér til munns? Það veit enginn, en
svona er nú þetta samt.
Menn eiga líka erfitt með að
skilja hina miklu seiglu, ósérplægni
og úthald fólksins í baráttu við
veður og vinda, myrkur og kulda,
sem ber langt af því, sem við þekkj-
um í velsældinni, þrátt fyrir kapp-
leikahallirnar og íþróttatækin og
þrátt fyrir öll landsmótin innan
lands sem utan. Það er sem ég sjái
nútímamennina keppa við barnings-
menn fyrri tíma og bera sigur af
hólmi, hvort sem við rok eða reiðan
sjó er að etja, eða tefla þarf upp á
líf og dauða við skort á munnbitun-
um. En var það ekki þessi harða og
látlausa barátta, sem gerði forfeður
okkar að mönnum, en sem því miður
skaut vafasömum grillum í kollin
á þeim um, að hið eftirsóknarverð-
asta væri það að geta gefið börnum
sínum og afkomendum, helzt um
ófyrirsjáanlegan tíma, frían farmiða
gegnum lífið — og heitt og kalt
eftir þörfum, — já, heit og köld
þægindi eftir kenjum okkar og rell-
um.
10.
En menn harðna við hverja raun, séu
þeir heilbrigðir til orðs og æðis. Og
víða í Landeyjum var nú sköpum
skipt. Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja
í Hallgeirsey, stóð nú uppi ekkja. —
Eins og margir áttu hún um sárt að
binda. En hún var ekki þannig skapi
farin, að hún léti bugast og legði ár-
ar í bát. Það hefði heldur ekki verið
Jóni, manni hennar, að skapi. Hún
hélt því búskapnum áfram, a. m. k.
meðan börn hennar voru enn í for-
eldrahúsum. Og þannig bjó hún í
fimm ár og með dugnaði og harð-
fylgi komst hún sæmilega af.
En þegar aldur fór að færast yfir
hana, tók hún smám saman að þreyt-
ast á því að sjá með annarra augum
og fann jafnframt, að hún var hætt
að geta fylgzt eins vel og áður með
öllu utan húss sem innan, og ákvað
því að bjóða Jóni tengdasyni sínurn
jörðina.
Jón og Ingibjörg tóku því boði
hennar, enda var Hallgeirsey betri
jörð og talin öndvegis bújörð. Auk
þess gaf sjórinn Hallgeirseyjarjörð-
unum meira gildi vegna útræðis, þótt
hann hins vegar krefðist oft fórna.
11.
I fardögum 1898 fluttu þau Jón og
Ingibjörg að Hallgeirsey í austurbæ-
inn. Kom með þeim þangað það
fólk, sem áður er upp talið og börn-
in þrjú, sem fæðzt höfðu þessi fimm
ár. Þá voru dætur Guðrúnar Bergs-
dóttur farnar að heiman, og var hún
þá orðin eftir ein í bænum ásamt
Jóni syni sínum, sem var vangefinn
og var kallaður „aumingi” af al-
menningi. Var henni enginn stuðn-
ingur að honum, nema síður væri, og
mátti einungis hafa hann til ákveð-
inna snúninga og þurfti þó að beita
til þess lagi. En það litla, sem honum
var haldið til einhverra starfa, var
gert í uppeldisskyni gagnvart hon-
um, sem var eins og lítið barn í
hugsun og hátterni. Ennfremur voru
á heimili Guðrúnar, þegar Jón flutti