Blik - 01.05.1967, Qupperneq 270
268
BLIK
um vorið, tveir aldraðir menn rúm-
liggjandi. Þeir létust báðir nokkru
síðar og hjúkruðu feðgarnir þeim
sameiginlega, Guðmundur og Jón.
En annan þessara manna þurfti að
einangra vegna innanmeins. Var
hafður í honum kerri og gekk þar
löngum gröftur út, sem nauðsynlegt
var að fara varlega með.
Á fyrsta ári þeirra hjónanna í
Hallgeyrsey ól Ingibjörg manni sín-
um barn í þriðja sinn, og var það
sonur, sem látinn var heita Sigurgeir.
En á öðru ári þeirra lézt Guðmund-
ur, faðir Jóns, úr lungnabólgu. Hafði
þá lengi gengið hitaveikisfaraldur í
sveitinni og margur fengið lungna-
bólgu upp úr því og dáið. En þá varð
lungnabólgan mörgu hraustmenninu
að bana, sem oftast voru menn á
bezta aldri. Áttu þeir erfitt með að
hlífa sér, þótt þeir hefðu ofurlítinn
hitavott og aðra óveru, en störfin
voru mörg og aðkallandi, og því fór
oft sem fór. Þetta veikindatímabil
hafði Guðmundur oft verið kallaður
til sjúkra. Stóð hann þá í ströngu og
var langdvölum að heiman. Sá hann
um að útbúa bakstra og annaðist
hjúkrun hinna sjúku, sem oft voru
svo langt leiddir, að nauðsyn var að
vaka yfir þeim hverja stund, unz
yfir lyki.
Eftir að hafa stundað mjög sjúkan
mann, sem lézt þrátt fyrir, að allt var
gjört, sem í mannlegu valdi stóð, var
hann beðinn um að koma til bóndans
á Lágafelli. Er þangað kom, var hann
þreyttur á sál og líkama. Þar var ekki
um neina hvíld að ræða, en þar fór
þó allt betur en áhorfðist um tíma,
og batnaði bóndanum. Fór þá Guð-
mundur heim hið bráðasta og kom
þar um miðjan dag. Var þá verið að
byggja fjárhús, sem enn sjást tóftirn-
ar að. Nú vildu allir, að Guðmund-
ur hvíldi sig, en við það var ekki
komandi, enda var hann eins og allir
aðrir sinnar samtíðar, hann þoldi
ekki að sitja auðum höndum. En að
vera inni og dútla þar eitthvað í
höndunum, þegar verkin úti kölluðu
að, það var hið fráleitasta, sem hugs-
azt gat. Og þrátt fyrir kalsaveður og
þreytu og e. t. v. einhvern lasleika,
gekk hann að byggingarvinnunni
ásamt hinum. En um nóttina veiktist
hann af heiftarlegri lungnabólgu.
Og nú mátti þessi göfugi maður falla
í valinn, sem áreiðanlega hefur af
Skaparanum sjálfum fengið í vöggu-
gjöf læknishendur og læknisvit,
maðurinn, sem svo mörgum hafði
bjargað undan sigð dauðans —
læknir af Guðs náð — eins og svo
margir ólærðir læknar hafa verið
bæði fyrir og eftir hans dag.
12.
I Hallgeirsey urðu búskaparár Jóns
og Ingibjargar fimm. Þá um vorið
1903, fékk hann byggingu fyrir
Svaðkoti fyrir ofan Hraun í Vest-
mannaeyjum. Þannig höfðu atburð-
irnir 1893 tafið ákvörðun þeirra
hjóna um ævi-langa búsetu um tíu
ár. Og er þetta ekki sagt vegna
þess, að vitneskja sé fyrir því, að
þau hafi á nokkurn hátt sett það
fyrir sig. Þau voru nefnilega ekki