Blik - 01.05.1967, Page 271
BLIK
269
þannig gerð, að þau fjösuðu um þá
hluti, sem skyldan og nauðsynin
bauð þeim. En samt er það alveg
gefið, að til Eyja hefur hugur þeirra
leitað frá upphafi búskapar þeirra,
úr því að þau yfirgefa svo góða jörð
sem Hallgeirsey, en engar knýjandi
ástæður ráku þau til þess.
Guðrún Sigurðardóttir, sem áður
er nefnd, mátti ekki hugsa til þess
að skilja við þau hjónin. En nú var
hún orðin svo farin að heilsu, að
ekkert viðlit var, að hún gæti flutzt
með þeim til Eyja. Þetta bakaði
þeim erfiðleika og áhyggjur. En
þessi gamla og trygglynda kona fékk
þá kærkomna lausn frá þrautum sín-
um. Var það eitt síðasta verkið, sem
Jón og Ingibjörg unnu, áður en þau
fluttu búferlum, að búa um gömlu
konuna í kistuna og standa yfir
moldum hennar. Sigríður dóttir þess-
arar Guðrúnar var Jónsdóttir og
hafði flutzt út til Eyja árinu áður
og ráðizt til Þorsteins í Laufási og
Elínborgar. Var hún hjá þeim hjú
upp frá því til dauðadags og dó á
heimili þeirra eftir fimmtíu ára trúa
þjónustu.
Katrín kona Bjarna hins listhaga
smiðs, sem flutti vestur um haf,
varð eftir í Hallgeirsey hjá þeim
merkishjónum, Jóni Guðnasyni og
Elínu konu hans. Að skilnaði gaf
Katrín Margréti, dóttur Jóns og
Ingibjargar, hina útskornu rúmfjöl
— og er hún geymd í Byggðarsafni
Vestmannaeyja, en klukkan, þótt
gömul sé, er enn stofuprýði hjá Guð-
jóni hreppstjóra í Hallgeirsey, syni
Jóns og Elínar, en Katrín andaðist
þar.
Guðrún systir Jóns hafði gifzt
um þessar mundir Hróbjarti Guð-
laugssyni Nikulássonar úr vestur-
bænum í Hallgeirsey. Hófu þau bú-
skap í Kúfhól í Landeyjum og
bjuggu þar 15—20 ár. Fluttu þau
síðan út til Vestmannaeyja og keyptu
Landlyst ,þar sem þau bjuggu til
dauðadags. Þar býr nú sonur þeirra,
Guðmundur skósmiður, en Margrét
dóttir þeirra bjó í Gvendarhúsi.
13.
Eftir að Jón og Ingibjörg settust að
í Svaðkoti, hefst nýr þáttur í lífi
þeirra. Ekki renndu þau blint í sjó-
inn um það, hvað þau væru að ganga
út í, er þau fluttu búferlum til Vest-
mannaeyja. I þá daga voru samgöng-
ur miklar og tíðar milli lands og
Eyja nálega allan ársins hring. Skap-
aði þetta náin tengsl milli lands og
Eyja. Fjöldi „landmanna" fór á
hverju ári þangað út til fiskróðra, og
settust margir þar að. Vestmanna-
eyjar voru mjög nærtækur og þæg'
legur verzlunarstaður, þegar „leiði"
brást ekki. Ennfremur batzt fólikð
ævilöngum vináttuböndum vegna
markskonar viðskipta og náinnar
frændsemi. En það liggur í augum
uppi, að það voru ekki lítil hlunn-
indi að geta sett skip sitt fram á
hvað tíma árs, sem var, og horfið
til vina til að sækja björg í bú í stað
þess að fara í langt ferðalag með
trússhesta yfir óvæð vatnsföll og
vonda vegi. En stundum tók nú samt