Blik - 01.05.1967, Qupperneq 272
270
BLIK
fyrir leiði. Þá gat orðið óþægilegur
dráttur á heimkomunni, jafnvel svo
vikum skipti. Þótti þá mörgum betra
heima setið.
Frá því að þau voru börn, Ingi-
björg og Jón, þekktu þau lífsskil-
yrði Eyjaskeggja, enda sáu þau aldrei
eftir að hafa ráðizt í að flytja þangað
búferlum. En nokkuð voru hin dag-
legu störf óiík þeim, sem þau höfðu
átt að venjast. Fyrstu árin réðist Jón
ávallt til sjóróðra á hverri vetrar-
vertíð. Hann réri t. d. lengi hjá
Kristjáni Ingimundarsyni í Klöpp á
opnu skipi, sem Farsæll hét. Oftast
nær hélt Jón til niðri í Sandi, en var
heima alla landleguna. A vorin réri
hann hjá Birni á Kirkjulandi, sem
þá var ungur formaður.
Meðan Jón stundaði sjóinn, gætti
Ingibjörg bús og barna. En mörgu
var að sinna. Þau áttu nokkrar kind-
ur og eina og tvær kýr. Fyrsta verk
Ingibjargar á morgnana var auðvit-
að að gegna skepnunum og mjólka
kýrnar. Þá komu ýmis störf innan-
bæjar, og um hádegið var farið að
hugsa fyrir miðdegisverði, sem hún
færði manni sínum niður í Sand um
það bil, sem bátarnir byrjuðu að
koma að.
Þegar fiskinum hafði verið skipað
upp og afla skipt, tók Ingibjörg að
sér hlut Jóns bónda síns og dró hann
upp í kró, þar sem hún gerði að hon-
um og saltaði hann. Að svo búnu
var búizt til heimferðar, og biðu
hennar nú kvöldstörfin, mjaltir og
gegningar og svo undirbúningur fyr-
ir næsta dag.
Sannarlega lá enginn á liði sínu
í Svaðkoti þá. Og eftir því sem börn-
in komust upp, hófust þau líka
handa. Jón hætti sjómennsku strax
og vélbátaöldin hófst. Aldrei fékkst
han mikið við útgerð, en átti þó
1/12 í vélbátnum Haffrúnni og síð-
ar eignaðist hann 1/5 hluta í vél-
bátnum Frið. Meðeigendur hans
voru Erlendur á Gilsbakka, Einar í
Þorlaugargerði, Soffía á Hóli og
bræðurnir Hjörtur og Sveinbjörn á
Geithálsi. Hjörtur var formaður.
En Jón og Ingibjörg auðguðust
aldrei á útgerð, enda stóð hún stutt.
Þá byrjaði hann á fiskverkun. Tók
hann að sér að verka fáeina báts-
hluti fyrir ýmsa aðila, sem þurftu á
þeirri þjónustu að halda.
Jón og Ingibjörg voru hinar mestu
öðlingsmanneskjur og var hjóna-
band þeirra og dagfar eftir því. Og
það er eiginlega mjög merkilegt til
umhugsunar, hve samstillt þau voru
og samhent í öllum verkum, og
ekki síst, er þau gerðu góð-
verk, en það gerðu þau mörgum
bæði af rausnarskap og ómengaðri
alúð. Bæði voru þau sjálfstæðir per-
sónuleikar og litu oft talsvert ólíkum
augum á ýmis málefni, sem flestum
þykir máli skipta, eins og t. d. trú-
málin. Skoðanamunur í þeim efnum
einkum meðal þeirra, sem eiga per-
sónulega trú, sem byggzt hefur upp
af eigin reynslu, valda oft sund-
urþykkju. Hjónin voru trúuð og
kirkjurækin, en þau deildu aldrei,
heyrðust aldrei kíta og aldrei féll
kuldalegt orð af vörum þeirra.