Blik - 01.05.1967, Side 280
278
BLIK
2. nóv. 1888 í Batavíu, sem áður hét
Brímdshús fram til ársins 1880.
Kornungur að árum byrjaði
Friðrik í Batavíu að vinna við þurrk-
un fisks á stakkstæðum eins og þá
var títt hér. Þar lágu bernskuspor
barna í Eyjum allt sumarið, væru
þau ekki send í sveit. Nokkra aura
fengu þau í aðra hönd fyrir stakk-
stæðisvinnuna.
Árið 1908 hafði Ástgeir Guð-
mundsson bátasmiður í Litlabæ lok-
ið við að smíða 8—9 smálesta vél-
bát fyrir Kristján formann Einars-
son í Batavíu o. fl. Þessi bátur var
Von, VE 109. Hún var byggð úr
furu og knúin 8 hestafla Dan-vél.
Matthías Finnbogason, vélasnilling-
ur á Litlhólum, setti vélina í bátinn.
En með honum vann Friðrik í Bata-
víu, þá tvítugur að aldri. Hann átti
að verða vélamaður á hinni nýju
fleytu og var nú í námi hjá Matt-
híasi. Þarna lærði hann að þekkja
hvern hlut í vélinni eftir því sem
þeim var komið fyrir og gildi hans
eða not éða þá áhrif á gang vélar-
innar. Og náttúran reyndist hér sem
oftar náminu ríkari hjá hinum unga
manni. Hann heillaðist af allri þess-
ari tækni og varð hinn farsælasti
vélamaður á útvegi þessum um nær
30 ára skeið.
Um árabil var Friðrik J. Guð-
mundsson vélamaður á Austfjörð-
um, bæði í Norðfirði og Seyðisfirði.
Sex vetrarvertíðir var hann véla-
maður hjá Sigfúsi skipstjóra Schev-
ing í Heiðarhvammi á vélbátnum
Maí.
Friðrik hætti að fullu að stunda
sjó árið 1953, þá hálfsjötugur að
aldri. Síðan hefur hann unnið við
fiskiðnaðinn hér fram til hins síð-
asta.
Mörg sumur hvíldi hann sig frá
sævarvolkinu með því að stunda
múrarastörf.
Friðrik kvæntist 18. desember
1909 Sigríði Guðmundsdóttur, hinni
mætu konu, ættaðri af ströndum
Breiðafjarðar. Þeim hefur orðið 4
barna auðið. Þrjú þeirra eru látin.
Börnin voru þessi:
1. Ingibergur, verkstjóri við Vest-
mannaeyjahöfn og afgreiðslu-
maður, síðast hafnsögumaður,
f. 27. jan. 1909. Giftur Ágústu
Jónsdóttur. Heimili: Brimhóla-
braut 19. Þau eignuðust 3
börn. Ingibergur lézt 2. jan.
1964.
2. Filippía, f. 29. júní 1912. Dá-
inn 29. júní 1933.
3. Sölvi, f. 20. ágúst 1917, verk-
stjóri. Kvæntur Inger, f. Hans-
en. Heimili: Safamýri 34, Rvk.
Þau eiga 2 börn.
4. Helgi, f. 8. des. 1928. Hann
drukknaði barn að aldri hér í
höfninni.
Á næsta ári verður hinn aldni sæ-
garpur, víkingur, Friðrik J. Guð-
mundsson áttræður. Blik þakkar
honum fyrir ýmsa fræðslu um alda-
mótatímana hér í Eyjum og árnar
honum, konu hans og fjölskyldu
allra heilla.