Blik - 01.05.1967, Side 283
BLIK
281
þar m. a., að konungi hafi „allra
undirgefnast verið tjáð, að enn sé
ekki til á Islandi regluleg stofnun
til þess að flytja bréf og einkabréf”,
og vill konungur af góðvild sinni
bæta hér um með staðfestingu á
reglugerð Thodals stiftamtmanns.
Póstur átti nú að fara þrisvar á ári
úr öllum landsfjórðungum til
Bessastaða í byrjun maí, þá í byrjun
júní og loks í þriðja sinn í október-
mánuði.
Suðurlandspóstur hóf göngu sína
í Norður-Múlasýslu og fór suður um.
Sýslumenn voru póstafgreiðslu-
menn og sendu póstinn hver frá sér
til næsta sýslumanns. Var söfnun
bréfa hafin í janúar og haldið suður
um. Sýslumaður Rangæinga átti ekki
að senda póst frá sért fyrr en 22.
febrúar, en í lok þess mánaðar skyldu
bréf komin til Bessastaða.
Ari nokkur Guðmundsson fór
fyrstu póstferðina til Vesturlands, og
1785 var Sigvaldi Sæmundsson ráð-
inn Suðurlandspóstur.
I fyrstu gjaldskrá um póstsending-
ar frá 8. júlí 1779, er lægsta burð-
argjald ákveðið 2 skildingar fyrir
bréf, sem vó eitt lóð (tæp 16 gr.),
en hæsta gjald 21 skildingur. Þetta
gjald gilti þó aðeins innan hverrar
sýslu. Þá voru engin frímerki til.
Þetta kerfi var svo flókið, að 1786
var gefið út konungsbréf til skýring-
ar. Fyrsta frímerkið var gefið út
1840. Árið 1873 voru samþykkt á
Alþingi lög um frímerki á bréf og
póststofa opnuð í Reykjavík. Sama
ár voru sett ákvæði um 15 póstaf-
greiðslustaði, einn þeirra var í Vest-
mannaeyjum. Ymiss ákvæði hinna
eldri póstlaga koma nútímamönnum
einkennilega fyrir sjónir. Samkv. lög-
um 4. nóv. 1881 mátti hlutur, sem
var þyngri en eitt pund (hálft kg.)
ekki flytjast með pósti. Þetta þóttu
harðir kostir. Til dæmis þurfti mað-
ur á Norðurlandi að fá hlut sendan
að sunnan, sem var lítið eitt yfir eitt
pund. Varð hann að senda mann
gagngjört suður til að sækja hlutinn.
Á þingi 1889 var rætt allmikið um
þetta ákvæði, og kom fram tillaga
um að leysa vandann á þann hátt, að
hækka verulega burðargjald fyrir
það sem væri umfram 1 pund, eða
úr 30 aurum í 1 kr. Sighvatur í Ey-
vindarholti var mjög á móti pakka-
sendingum í pósti, sagði m. a., að
bréf tefðust vegna óþarfa sendinga.
Árið 1903 var burðargjald fyrir
einfalt bréf 10 aurar, en síðar 20
aurar og hélzt svo alllengi, svo smá-
hækkandi í kr. 5.00.
Fyrsti póstur fastráðinn var fyrr-
nefndur Sigvaldi Sæmundsson, sunn-
an póstur. Árslaun hinna fyrstu póst-
manna voru 24 rd., og 3 rd. eftir-
laun eftir 12 ára dygga þjónustu sem
konunglegur póstur. Skipunarbréf
landpóstanna fyrstu er mjög ítarlegt.
Er klykkt út með því, að pósturinn
skuli varast „seinlæti, tómlæti, at-
hugaleysi og handvömm" í starfi.
Við því lá hegning og embættismiss-
ir. Sigvaldi póstur þreyttist brátt í
hinu konunglega embætti. Hann
skrifar 25. nóv. 1787 Levetzov stift-
amtmanni. Segir hann, að hann hafi