Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 285
BLIK
2S3
með gleymsku eða lengd með lygi...
Póstgöngur eru varla teljandi, nema
í Sunnlendingafjórðungi, því það er
aðeins tvisvar á ári, að póstur fer um
hina fjórðungana. Það sem ber við
í einhverjum landsfjórðungi þarf
þessvegna misseri eða ár til að kom-
ast í hinn, og það er ekki allsjaldan,
að tíðindin berast fyrst frá Khöfn í
næsta landsfjórðung, svo það er orð-
ið máltæki hjá öðrum þjóðum, að
skemmsta leiðin milli fjórðunganna
á Islandi liggi um Khöfn ... Alþing-
istíðindin hefur orðið að senda til
Khafnar til að koma þeim sem fljót-
ast norður í Skagafjörð, eða austur
eða vestur. Hvernig á nú nokkuð líf
og andi að geta dafnað í landinu,
meðan þessu fer fram?”
En hér var við ramman reip að
draga, svo sem á flestum sviðum. Og
það var táknrænt um sleifarlagið á
póstmálum Islendinga, að þá er Jón
lézt og þriðjungur aldar hafði liðið
frá því hann skrifaði þessa ritgerð,
barst andlátsfregn hans ekki til
Reykjavíkur fyrr en eftir tvo mánuði
og þótti tiltakanlega fljótt.
Arið 1857 hófust fastar gufu-
skipaferðir milli Islands og Dan-
merkur.Voru ferðir þá áætlaðar 6
á ári, og var nokkur framför, en
hinsvegar sat allt í sama farinu með
innanlandspóstinn.
Víkur nú sögunni að Vestmanna-
eyjapóstinum. Eyjapóstur var sendur
austur í Rangárvallasýslu og var
endastöðin lengi vel sýslumannssetr-
ið. Raunar þurfti oft að auki að
senda menn til lands með bréf eða
boð, sem þoldu ekki bið. Var þá róið
með sendimann upp í Landeyjasand,
en hann hélt svo áfram ferð sinni
gangandi eða ríðandi, og þá oftast til
Reykjavíkur.
Fyrst var póststaður að Móeiðar-
hvoli, sem fyrr segir, en síðar að
Hlíðarenda í Fljótshlíð. Árið 1844
flutti sýslumaðurinn að Vatnsdal,
sem er nær innsti bær í sömu sveit,
en þar var mjög úrleiðis að hafa
póstafgreiðslu. Varð þá Oddi á
Rangárvöllum endastöð 1845. Þessi
skipan var Eyjamönnum ærið óhag-
stæð. Er líklegt, að einmitt þessvegna
hafi póstleiðin verið framlengd 1850
og eru þá Onundarstaðir í A.-Land-
eyjum endastöð Eyjapóstsins. Þetta
var ákjósanlegur staður, því að fram-
undan Önundarstöðum var að kalla
stytzta leið milli lands og Eyja.
Svona hélzt þetta nokkur ár, cn
1868 er prestinum á Krossi, séra
Sveinbirni Guðmundssyni, falin af-
greiðsla Eyjapóstsins fyrir 4 rd. borg-
un á ári. Um 1870 eða fyrr varð
Völlur í Hvolhreppi póststöð. Þess
má geta, að þar eru stimpluð ein
dýrustu frímerki, sem verið hafa í
umferð hérlendis. Á Velli bjó Her-
mannius E. Johnson, sýslumaður frá
1861—90, og naut virðingar og vin-
sælda í héraðinu. Frá Velli var svo
endastöð Eyjapóstsins flutt aftur að
Odda 1879 og var þar síðasti aðal-
póststaður Eyjapósts í Rangárvalla-
sýslu. Frá Krossi var endastöð Eyja-
póstsins flutt að Ljótarstöðum í sömu
sveit, en þar var svo póstafgreiðslu-
staður um 20 ár eða lengur. Bóndi