Blik - 01.05.1967, Page 286
284
BLIK
þar og bréfhirðingarmaður var
Magnús Björnsson hreppstjóri, bróð-
ir Þorvalds á Eyri, er landskunnur
var á sinni tíð. Eyjapóstur skyldi fara
frá Odda að Ljótarstöðum daginn
eftir komu austanpóstsins frá
Reykjavík, og sneri hann þegar aftur
að Odda. Þegar pósttaskan kemur frá
Vestmannaeyjum að Ljótarstöðum,
skal henni komið það snemma að
Odda, að hún komist á austanpóst-
inn á leið hans til Reykjavíkur.
Ljótarstaðir voru miður vel val-
inn póststaður fyrir Eyjamenn. Er
alilöng leið þangað úr Sandinum og
yfir blauta mýri að fara. Fór sendi-
maður Eyjamanna stundum á skaut-
um upp að Ljótarstöðum, ef mýrin
var frosin; þá þræddi hann sig eftir
flóðum.
Eyjamenn voru ekki sérlega á-
nægðir með póstgöngurnar, og ekki
að ástæðulausu. Brimasamt er við
Landeyjasund og stundum ólendandi
svo vikum og mánuðum skipti. Bár-
ust þá engar fréttir út hingað, ef
póstskipið kom ekki við í Eyjum.
Kom þetta vandræðamál m. a. til
umræðu á Alþingi. Þorsteinn Jóns-
son læknir, þingm. Vestm. 1887
—89, hreyfði málinu á fyrsta þingi,
er hann sat. Hann sagði, að 3 — 5
máuðir liðu stundum unz fært væri
milli lands og Eyja. A s. 1. vetri, sagði
hann, komu 6 póstar af landi í einu.
„Vér fengum september-póstinn
fyrst 8. marz, þar á meðal áríðandi
embættisbréf.”
Þetta ár, 1887, fóru 672 borguð
bréf til Eyja, 80 blaðabögglar, 16
óborguð bréf, 26 peningabréf, 52
bögglar, þyngd 148 póstpund. Flutt
verðmæti alls kr. 1806,13.
Það dregur nær aldamótum og lít-
ið breyttist til batnaðar um póstmál
Eyjaskeggja. Var hvorttveggja, að
mönnum þótti pósturinn ærið lengi
á leiðinni og hitt, að Ljótarstaðir
voru óheppileg endastöð og Magnús
bóndi ekki nógu árvakur afgreiðslu-
maður.
2. febr. 1897 er birt bréf í ísafold
frá Skeggja. „Engar samgöngur við
meginlandið síðan í október sakir
óþrotlegs brims, og með síðustu
ferðinni fengum við eigi póstinn, og
kennum það hirðuleysi bréfhirðing-
armannsins á Ljótarstöðum, svo nú
liggja í landi 4 póstar og bráðum
von hins 5. Telur bréfritari hyggi-
legast, að hætta að senda bréf og
blöð með landpóstum, heldur með
skipum. Þá kemur allt eftir rúman
mánuð og oft strax. Bréfhirðingar-
staðurinn að Ljótarstöðum er illa
settur, langt uppi í sveit. Ætti að
vera nær sjó, t. d. að Kirkjulandi,
Onundarstöðum eða Hólmum.” 27.
sama mánaðar bætir hann við í bréfi
til blaðsins: „I gær varð loks brim-
laus sjór og náðust þá allir póstarnir
4. Þótti flestum mál til komið.”
Magnús bóndi á Ljótarstöðum
vildi ekki liggja undir ámæli þessu
og svaraði í sama blaði 21. apríl.
Segir hann, að engu hirðuleysi hans
hafi verið um að kenna, hversu seint
póstur komst út til Eyja. „Samstundis
og vart varð við Eyjamenn, sendi ég
í Sandinn með póstinn, en þegar