Blik - 01.05.1967, Page 287
BLIK
285
sendimaðurinn var á miðjum sandi,
sá hann, að skipið var lagt frá landi,
svo að sú ferð virtist ekki gerð til
þess að sækja póst." þá segir Magnús,
að tvo daga hafi verið bezta leiði
eftir að tveir póstar voru komnir. Þá
hafi maður verið sendur með póstinn
að Onundarstöðum og beðið þar all-
an daginn eða framundir kvöld. Það
er ný kenning, að Ljótarstaðir séu
ekki heppilegur staður, því þau 20
ár, sem bréfhirðing hafi verið þar,
hafi aldrei nein kvörtun komið.
Skeggi svarar Magnúsi í Isafold
15. maí. Segir hann m. a., að Magn-
ús hafi ekki sent Gísla Stefánssyni
pósttöskuna, þá er hann var á ferð
í Hólmum. En hann hafi þá fyrst
sent hana ofan úr sveit, er fregn kom
af Eyjamönnum, en ekki náð í sand-
inn. Of langt mál væri að telja syndir
Magnúsar sem bréfhirðingarmanns
og ekki þýði að sakast um orðinn
hlut. Nú muni tengdasonur Magnús-
ar, Guðni Þórðarson, taka við sem
póstafgreiðslumaður, og beri Eyja-
menn hið bezta traust til hans sakir
ötulleika. Hann muni greiða sem
bezt fyrir póstsamgöngum til Eyja.
Póstferðir í Landeyjar voru oft
svaðilferðir. Oft var sá háttur hafður
á, að þá er leiði var, kveiktu Hólm-
hverfingar bál í tóft einni í túninu á
Bakka í Austur-Landeyjum. Þar
heitir enn Brennutóft. Yar þetta
merki til Eyjamanna, að þeir gætu
komið upp. I þessum landferðum
voru 14—16 menn. Stundum kom
það fyrir, að Eyjamenn komust ekki
út aftur strax og tepptust þá uppi
nokkra daga eða vikur, en ekki mun
það hafa verið oft. Ekki voru ferðir
þessar hættulausar, og ekki hent
öðrum en þaulvönum sjómönnum að
lenda og ýta við sandinn. Slys urðu
fá, en stundum munaði mjóu. I póst-
ferð 6. jan. 1895 hvolfdi skipi Eyja-
manna og skemmdist það talsvert,
en slys urðu ekki á mönnum. Ekki
voru launin freistandi, sem greidd
voru fyrir þessar landferðir, 2 krón-
ur.
Hér skal nú sagt frá einni póst-
ferð upp í Landeyjar haustið 1880.
Yar farið til þess að sækja póst og
einn farþega, Helga Jónsson verzl-
unarstjóra við Brydesverzlun í Eyj-
um. Formaður í þessari ferð var
Hannes Jónsson, landskunnur sjó-
sóknari á sinni tíð og hafnsögumað-
ur. Jóhann Gunnar Olafsson bæjar-
fógeti segir svo frá samkvæmt því
sem Hannes lóðs sagði honum
(Gamalt og nýtt, II. 5. h.): „Þegar
upp undir Sand kom, sáu þeir félagar
strax, að ekki var lendandi. Braut
langt út frá Sandinum á hverju rifi,
svo að ekki varð komizt nærri landi.
Margt manna beið í Sandinum.
Meðal þeirra, sem þar voru, var
Helgi verzlunarstjóri og Magnús
bóndi á Kirkjulandi. Magnús var
alvanur formaður og hafði vel vit á
sjó. Hafði hann langa reynslu af
lendingum við Sandinn í misjöfnu
veðri.
Biðu þeir Hannes þarna fyrir utan
Sandinn allan daginn, og varð aldrei
lát á briminu.
Þegar komið var fram undir rökk-