Blik - 01.05.1967, Page 289
BLIK
287
notað þessa aðferð fyrr, ef svo bar
undir. Hinsvegar mun Þorsteinn
Jónsson læknir, sem oft var nefndur
Eyjajarl, hafa endurvakið þessa að-
ferð laust fyrir 1880. Magnús sonur
hans var prestur Landeyinga nokkur
ár og sat að Bergþórshvoli. Sendi
Þorsteinn læknir Magnúsi syni sín-
um oft flöskubréf og lá vel við. Og
eitt Reykjavíkurblaðanna segir svo
frá 9- marz 1887, að flöskubréf frá
Vestmannaeyjum hafi rekið á
Þykkvabæjarfjöru. Lýkur frétt blaðs-
ins með þessum orðum: „Það er hinn
algengi vetrarpóstur Vestmannaey-
inga til meginlandsins."
Hér að framan birtir Blik útvarpserindi,
sem Haraldur bókavörður Guðnason,
flutti á sínum tíma. Blik færir bókaverð-
inum alúðarþakkir fyrir það að fá að
birta erindi þetta lesendum sínum til
fróðleiks. Jafnframt langar mig til þess
að spinna hér eilítið aftan við erindi
bókavarðarins og segja frá póstmálum
í Vestmannaeyjum eftir 1872.
Þ. Þ. V.
11.
Eyjapóstur eftir 1872
Hinn 26. febrúar 1872 staðfesti
Kristján konungur IX. Tilskipan um
póstmál á Islandi. Póstkerfi landsins
skyldi mótað samkvæmt þessari til-
skipan.
Tilskipan þessi leiddi af sér aug-
lýsingu um póstmál á Islandi, sem
dagsett var 3. maí 1872. Þar segir
svo í 2. grein:
Á þeim stöðum, sem nú skulu
taldir, skal setja póstafgreiðslumenn,
og skal veita þeim árleg laun eins og
hér segir:
1. Stykkishólmi 35 rd.
2. Akureyri 35 -
3. ísafirði 25 —
4. Djúpavogi (Berufirði) 25 —
5. Bæ á Barðaströnd 20 —
6. Egilsstöðum 20 —
7. Seyðisfirði 15 -
8. Grenjaðarstað 15 —
9- Miklabæ 15 —
10. Sveinsstöðum 15 -
11. Miklholti 15 -
12. Hjarðarholti í Mýras. 15 -
13. Velli í Rangárvallas. 15 —
14. Kirkjubæjarklaustri 15 —
15- Vestmannaeyjum 15 —
Árið 1875 var skipt um mynt hér
á landi. Krónumyntin tók þá gildi.
Þá urðu afráðnar 2 krónur í hverjum
ríksdal eða ríkisdal (rd.).
Af skrá þessari má sjó, að Vest-
mannaeyjabyggð var lögð að jöfnu
við hinar þéttsetnari sveitabyggðir,
þar sem stórbýli, er iá miðsvæðis, var
gert að póststöð. Ef til vill hefur þar
nokkru um ráðið, að stórbýlið var
prests- eða sýslumannssetur, og þá
þannig hugsað, að embættismaður-
inn yrði jafnframt póstafgreiðslu-
maður á hverjum tíma þar í byggð.
Ennfremur skyldi samkvæmt aug-
lýsingunni stofna til bráðabirgða 54
bréfhirðingastöðvar í hinum dreifð-
ari byggðum landsins. Árslaun bréf-
hirðingarmanna þar skyldu vera 5