Blik - 01.05.1967, Síða 290
288
BLIK
—10 rd. eSa 10—20 krónur. Lands-
höfðinginn var skipaður æðsti stjórn-
andi hinna íslenzku póstmála innan-
lands. I Reykjavík var sett á stofn
póstskrifstofa með póstmeistara, sem
konungur sjálfur útnefndi. Arslaun
hans skyldu vera 700 ríkisdalir.
Samkvæmt framangreindri aug-
lýsingu skrifaði landshöfðinginn yfir
Islandi, Hilmar Finsen, sýslumann-
inum í Vestmannaeyjum bréf og
bauð honum póstafgreiðslustarfið.
Bréf þetta er svohljóðandi:
„Islands Stiftamt.
Reykjavík, 12. sept. 1872.
Þar eð stofna skal póstafgreiðslu í
Vestmannaeyjum frá 1. apríl 1873
samkvæmt auglýsingu 3. maí, þ. á.
um póstfyrirkomulagið á Islandi,
leyfi ég mér hérmeð að biðja mér
þóknanlegrar yfirlýsingar hr. sýslu-
mannsins um, hvort þér séuð fús til
að taka að yður starf þetta, sem er
launað með 15 rd. árlega, og skal ég
þar næst á sínum tíma senda yður
bæði prentaðan leiðarvísi fyrir póst-
afgreiðslurnar er saminn mun verða
samkvæmt auglýsingu 3. maí þ. á.,
og nauðsynleg póstáhöld. Skylduð
þér ekki vera fús til að taka við þessu
starfi, skal ég hérmeð þénustusam-
lega biðja yður að stinga upp á
manni, sem þar til væri hæfur.
Hilmar Finsen
Til
sýslumannsins í Vestmannaeyjum."
Þegar þetta bréf var skrifað, var
sýslumaður í Eyjum Michael Marius
Ludovico Aagaard, danskur að nafni
og kyni. Hann tók við sýslumanns-
embættinu vorið 1872 og hafði því
aðeins setið nokkra mánuði í emb-
ætttinu, er honum var boðið póst-
afgreiðslustarfið.
Sýslumaður tók að sér starfa þenn-
an og hafði hann á hendi meðan
hann gegndi sýslumannsembættinu
í Eyjum eða til vorsins 1891.
Þegar Aagaard sýslumaður flutti
úr Eyjum, gerðist J. N. Thomsen
póstafgreiðslumaður þar. Hann er
„verzlunarmaðurinn," sem Sigfús M.
Johnsen getur um í Vestmannaeyja-
sögu sinni að annazt hafi póstaf-
greiðslu í Vestmannaeyjum, eftir að
sýslumenn afsala sér henni.
Bæði Aagaard sýslumaður, og J.
N. Thomsen, fulltrúi við Godthaabs-
verzlunina (Miðbúðina) munu hafa
starfrækt póstafgreiðsluna í skrif-
stofu sinni.
Eftir því sem næst verður komizt
samkvæmt launagreiðslu, hefir Sig-
fús Arnason á Vestri-Löndum hafið
póstþjónustustörf sín í Vestmanna-
eyjum síðari hluta ágústmánaðar
1896. Það ár fær hann greidd laun
fyrir starfið það ár og svarar það til
4 (4 mánaða starfs. Alls voru Sig-
fúsi Arnasyni greiddar kr. 75,00 í
árslaun fyrir póstþjónustustörfin
flest árin a. m. k. sem hann hafði
þau á hendi, en þau ár voru 8 (1896
—1904). Eftir því sem ég veit bezt,
er það með bréfi landshöfðingja dag-
setm 21. des. 1896, sem Sigfús Árna-