Blik - 01.05.1967, Page 293
BYGGÐARSAFN
VESTMANNAEYJA
Þróunarsaga pess er nú 35 óra
í ár eru liðin 35 ár síðan fyrstu hlut-
irnir voru lagðir til geyms'lu handa
Byggðarsáfni Vestmannaeyja. Þá var
safnið, — þessi menningarhugsjón,
einungi's draumsýn, sem var óralangt
framundan, fjærst í útsæ framtíðar-
innar.
Arin liðu og færðu mér ávallt
fleiri og fleiri hluti, sem safngildi
höfðu, ýmist menningarlegt eða með
tilliti til atvinnulífs og afkomu Eyja-
fólks. Fyrstu 20 árin reyndust nem-
endur mínir mér mestu og beztu
hjálparhellurnar í þessu starfi, alltaf
boðnir og búnir til þess að hjálpa,
'hlaupa undir bagga, sækja muni, láta
mig vita úm gamla muni, sem lík-
legir væru til þes's að hafa safngildi
og falir.
Við lögðum munina til geymslu á
loftinu í íbúðarhúsi okkar Háagarði.
frá Eyjum upp í Landeyjasand á
opnum skipum, Stundum voru ferð-
ir þessar farnar, ef langt leið milli
skipaferða til Reykjavíkur, en fæst-
ir vildu gefa kost á sér í ferðir þessar,
svo lítið sem fyrir þær var greitt.
Þ. Þ. V.
Síðan fluttum við þá með ókkur á
loftið í Goðsteini, þegar við fluttum
þangað 1947. Eftir að Gagnfræða-
skólabyggingin komst undir þak,
fékkst mikið og gott geymslurými á
háalofti þeirrar byggingar. Þar voru
munir Byggðarsafnsins síðan geymd-
ir að megiúhluta í 12 ár. Vissulega
væri það órétt að geta þess ekki hér,
hversu Eyjabúar brugðust jafnan
vel við þéssu starfi, sýndu áhuga og
skilning á söguminjum Eyjanna og
nauðsyn þess að halda þeim við lýði,
geyma þá seinni kynslóðum, þar sem
munirnir segja ljósara en allt annað
sögu þess fólks, sem hér hefur lifað
og starfað undanfarnar tíðir.
Ljósmyndasafnið
Árið 1950 (15. nóv.) lézt Kjartan
Guðmund'sson ljósmyndari frá
Hörgsholti. Hann rak hér Ijós-
myndastofu áratugum saman. Erf-
ingjar hans gáfu Vestmannakaup-
stað allt Ijósmynda-plötusafn hans,
15—20 þúsund plÖtur.
Plötusafn þetta lét bæjarstjórn af-
henda Byggðarsafni kaupstaðarins
til varðveizlu.
En meira þurfti hér að gera en