Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 294
292
BLIK
Vélbyssa — hríðskotabyssa
Það gerðist á styrjaldarárunum 1939—1945. Benóný Friðriksson, skipstjóri, og
Olafur A. Kristjánsson, fyrrv. bcejarstjóri, áttu saman vélbát 34 smálestir að stcerð.
Hann hét Scevar, VE 328. Stðari hluta sumars og á haustin stundaði skipstjórinn
dragnótaveiðar fyrir vestan og norðan. — Fréttir bárust um það, að þýzkar flug-
vélar gerðu sig heimakomnar á þessum slóðum með nokkurri hcettu fyrir skip og
báta. — Benóný skipstjóri var góð skytta og kvað það hart að láta skjóta sig niður
án þess að sýna nokkra viðleitni til varnar. Þessir tveir félagar og útgerðarmenn af-
réðu að arka á fund yfirmanns setuliðsins hér i Eyjum, en hér voru þá Bandaríkja-
menn til gcezlu, og ráðfcera sig við hann. „Binni í Gröf" sagði yfirmanninum sem
var, að sér þcetti það súrt í broti að geta ekki púðrað á þjóðverjana, ef þeir yrðu of
ncergöngulir við sig, og hvort setuliðið mcetti ekki lána sér einhvern hólk til
varnar. Bezt vceri sjálfsagt að fá hríðskotabyssu. — Herstjórnin tók þessari mála-
leitan vel og afhenti Benóný skipstjóra lokað umslag til ákveðins setuliðsmanns í
Reykjavík. Þar fékk skipstjórinn síðan byssuna, sem myndin er hér af, ásamt tveim
„pönnum" af skotfcerum. — Eitt sinn, er v/b Scevar var á veiðum á Húnaflóa, flaug
þýzk flugvél skammt yfir bátnum. Þreif þá Benóný byssuna viðbúinn að skjóta. Til
þess kom þó ekki, þvt að flugvélin hélt sína leið án nokkurrar áreitni við bátinn. —
Líkur eru fyrir því, að þetta hafi verið sama flugvélin, sem gerði þennan sama dag
skotárás á v/s Súðina, svo að mannfall hlauzt af. — Byssa þessi er nú eign Byggð-
arsafns Vestmannaeyja fyrir atbeina útgerðarmanna v/b Scevars. Þeim eru hér með
báðum fcerðar kcerar þakkir.
geyma plötusafnið. Því aðeins gat
’það öðlazt 'sögulegt og menningar-
legt gildi og orðið vísir að vestmann-
eyiskri mannfræði, að myndirnar
yrðu skýrðar og skráðar og gjörðar
þannig aðgengilegar fólki, sem þar
vildi leita eftir myndum af skyld-
mennum sínum, vinum eða venzla-
mönnum. Hér þurftu þeir um að
véla, sem mannglöggir væru og báru
kennsl á sem allra flesta, er hér
höfðu dvalizt og starfað á undan-