Blik - 01.05.1967, Page 296
294
BLIK
Enn er þó mikið hjá henni af ó-
skýrðum myndum.
Nú 'hefur byggðarsafnsnefnd látið
prenta spjaldskrá handa ljósmynda-
safninu og 'hafið skráningu mynd-
anna. A s. 1. ári voru fyrstu 2000
myndirnar skráðar og þrír járnskáp-
ar keyptir til þe'ss að geyma í hinar
skráðu myndir.
Filmusafn fóhanns Þorsteinssonar
A s. 1. ári færði Jóhann Þorsteinsson,
Strem’bugötu 4 hér í bæ, Byggðar-
safni Vestmannaeyja að gjöf filmu-
safn sitt, 3000—4000 myndir.
Þarna er að finna fjölmargar mjög
markverðar myndir a'f bátum Eyja-
búa á s. 1. 20 árum og svo merkum
mönnum og konum, sem hér hafa
lifað og starfað á undanförnum síð-
ustu áramgunum. Myndir eftir film-
um þessum hafa þegar verið gerðar
og skýringarstarfið mun hefjast inn-
an skamms. Þarna er um markverð
söguleg verðmæti að ræða, og kunn-
um við Jóhanni Þorsteinssyni alúðar-
þakkir fyrir gjöf þessa, sem sannar
okkur skilning hans á hinu mikil-
væga menningar- og fræðslugildi
myndasafna og hlýhug hans til
safnsins.
V estmannaeyjablöðin
Segja má, að blaðaútgáfa 'hefjist hér
í Eyjum með hinu handskrifaða og
(eða) fjölritaða blaði Valdimars
kaupmanns Ottesens, er hann hóf
útgáfu á sumarið 1917.
Á öðrum stað hér í ritinu birti ég
nú heildarskrá yfir öll blöð og alla
baéklinga, sem komið hafa út hér
s. 1. hálfa öld, en í haust eru 50 ár
liðin, síðan Gisli J. Johnsen, kaup-
maður, flutti elztu Félagsprentsmiðj-
una hingað til Eyja og hóf útgáfu
blaðs síns, Skeggja.
Árið 1956 hóf ég fyrir alvöru að
safna öllum þeim blöðum og bækl-
ingum, sem Eyjabúar í einhverri
mynd hafa gefið hér út frá upphafi.
Margir Eyjabúar brugðust vel við
þessu starfi mér til hjálpar eins og
fyrri daginn og létu mér i té gömul
blöð, sem þeir áttu í fórum sínum.
Nú eru blöð þessi bundin inn í
fallegt band og gyllt á kili, svo að
þau eru með sanni sagt eiguleg
Byggðarsafninu og verða með tíma
ómetanleg fræðslulind um flesta
þætti byggðarsögunnar hér á þessum
miklu framfaratímum, sem hér hafa
ríkt s. 1. aldarhelming. I bandinu á
blöðum þessum geymast þeir fjár-
munir, sem vorsýningar Gagnfræða-
skólans hér um árabil gáfu af sér. Þar
eru þeir vissulega vel geymdir. En
bandið á öll þessi blöð og bæklinga
hefur kostað býsna mikið fé eins og
reikningar Byggðarsafnsnefndar
sanna, en þeir eru allir færðir og
geymdir frá upphafi starfsins. Nú
eigum við 150 bindi Vestmannaeyja-
blaða.
Gamlar bcekur
Mikill fjöldi gamalla bóka hefur
Byggðarsafninu áskotnazt á undan-